Megum ekki forða nemendum alltaf frá prófkvíða

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Skól­inn er sá staður þar sem þar sem all­ir eiga að fá það sama. Börn velja ekki for­eldra sína og grunn­skól­ar eiga því að virka sem jöfn­un­ar­tæki og bera ábyrgð á fram­förum nem­enda í námi.

    Þetta seg­ir Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi skóla­stjóri. Hann var gest­ur í Dag­mál­um þar sem sam­ræmt náms­mat og lokamat í grunn­skól­um var til umræðu.

    Frum­varp um nýja náms­matið mats­fer­il er nú til meðferðar hjá þing­inu.

    Jón Pét­ur tel­ur náms­matið ekki sam­ræmt og kall­ar eft­ir nýj­um sam­ræmd­um könn­un­ar­próf­um í stað mats­fer­ils­ins. Þá tel­ur hann einnig mik­il­vægt að inn­leiða loka­próf úr grunn­skól­um.

    Þarf að vinna með kvíða

    „Ef við ætl­um alltaf að forða fólki frá því sem er erfitt eða það kvíðir fyr­ir, þá mun það aldrei geta tek­ist á við neitt eft­ir grunn­skóla. Eng­inn áföll af neinu tagi,“ seg­ir Jón Pét­ur spurður hvort próf­kvíði eða veik­indi geti ekki skekkt mynd­ina verði aðeins horft til frammistöðu nem­enda í próf­um.

    Hann seg­ir kvíða ekki óyf­ir­stíg­an­leg­an, það þurfi aft­ur á móti að vinna mark­visst með hann vilji fólk ná ár­angri.

    „Ef þú ert illa fyr­ir kallaður hvern dag eða veik­ur, þá verða sjúkra­próf.“

    „Ef við ætlum alltaf að forða fólki frá því sem …
    „Ef við ætl­um alltaf að forða fólki frá því sem er erfitt eða það kvíðir fyr­ir, þá mun það aldrei geta tek­ist á við neitt eft­ir grunn­skóla. Eng­inn áföll af neinu tagi,“ seg­ir Jón Pét­ur mbl.is/​Karítas

    Ekki stærsti dóm­ur í heimi

    Hann bend­ir þá á að sam­ræmdu­könn­un­ar­próf­in séu fyrst og fremst til þess fall­inn að skoða fram­far­ir nem­enda.

    „Það þarf líka að gera krökk­un­um grein fyr­ir því að þetta er ekki stærsti dóm­ur í heimi held­ur er ágætt fyr­ir alla, og hvað þá sveit­ar­fé­lög­in og for­eldr­ana, að sjá hvar börn­in standa miðað við aðra í land­inu.

    Ef þú hef­ur ekk­ert viðmið um það – raun­veru­legt, sann­gjarnt, rétt­látt viðmið, þá er svo erfitt að átta sig á því hvar barnið stend­ur og hvert það á síðan að halda áfram miðað við þá stöðu sem það sýn­ir í svona sam­ræmdu prófi.“

    Börn velja ekki for­eldra sína

    Jón Pét­ur seg­ir grunn­skóla eiga að vera jöfn­un­ar­tæki og bera ábyrgð á fram­förum barna.

    „Börn­in velja ekki for­eldra sína. Þau geta verið alls kon­ar for­eldr­arn­ir. Staðan – fé­lags­leg eða fjár­hags­leg, get­ur verið gríðarlega mis­jöfn og hvernig er haldið utan um börn­in. Pen­ing­ar hjálpa ekk­ert alltaf þar,“ seg­ir hann og bæt­ir við:

    „For­eldr­arn­ir geta verið mjög rík­ir en alltaf að vinna og aldrei neitt með barn­inu. Skól­inn er í raun staður­inn þar sem all­ir eiga að fá það sama, eða við kom­um til móts við fólk. Við eig­um síðan að skoða fram­far­ir hjá barn­inu.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert