Meintur leki verður tekinn fyrir í þingnefnd

Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis. mbl.is/Hákon

Stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is hef­ur stofnað frum­kvæðismál vegna meints leka úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu varðandi er­indi Ólaf­ar Björns­dótt­ur, fyrr­ver­andi tengda­móður barns­föður Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, til for­sæt­is­ráðherra.

Mun Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra af þeim sök­um sitja fyr­ir svör­um á opn­um fundi nefnd­ar­inn­ar í lok þessa mánaðar.

Þetta staðfest­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, alþing­ismaður og formaður nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Að sögn Vil­hjálms skýrist þessi töf af því að Kristrún verður í Brus­sel í þess­ari viku, en síðan set­ur páskafrí strik í reikn­ing­inn. Næsti fund­ur nefnd­ar­inn­ar eft­ir páska verður ekki fyrr en und­ir lok apríl.

„Nefnd­in mun ekki fjalla um mál Ásthild­ar Lóu sem slíkt, held­ur um meðferð þess í for­sæt­is­ráðuneyt­inu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og seg­ist bú­ast við að fleiri verði kallaðir á fund nefnd­ar­inn­ar vegna þessa, þótt ekki liggi fyr­ir eins og sak­ir standa hverj­ir það verða.

„Nefnd­in hef­ur nú þegar kallað eft­ir öll­um gögn­um máls­ins, varðandi meðferð á per­sónu­leg­um mál­efn­um ásamt lög­um og regl­um sem um slíkt gilda,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Ekki er sam­hljóm­ur í orðum Ólaf­ar Björns­dótt­ur og Kristrún­ar Frosta­dótt­ur um hvort er­indi Ólaf­ar hafi verið bundið trúnaði eður ei. Hef­ur Kristrún full­yrt að svo hafi ekki verið og stang­ast það á við frá­sögn Ólaf­ar. Ætlun stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd­ar með frum­kvæðis­rann­sókn sinni er m.a. að kom­ast að hinu sanna í mál­inu.

Í Morg­un­blaðinu í gær krafði Ólöf Kristrúnu um af­sök­un­ar­beiðni, enda hefði sér verið mis­boðið þegar Kristrún sakaði hana um ósann­indi úr ræðustól Alþing­is og rengdi orð henn­ar um að hún hefði óskað eft­ir trúnaði um er­indi sitt við ráðherr­ann.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert