Mótmælt á Ásvöllum

Í hálfleik voru mótmælendur enn fyrir utan Ásvelli.
Í hálfleik voru mótmælendur enn fyrir utan Ásvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mót­mæl­end­ur eru bún­ir að koma sér fyr­ir fyr­ir utan Ásvelli í Hafnar­f­irði þar sem ís­lenska kvenna­landsliðið í hand­bolta leik­ur gegn Ísra­el í kvöld. Fé­lagið Ísland-Palestína boðaði til mót­mæl­anna. 

Spilað verður fyr­ir lukt­um dyr­um á Ásvöll­um í kvöld en rík­is­lög­reglu­stjóri ráðlagði Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands að haga mál­um svo og aug­lýsa ekki leik­ina. Stjórn HSÍ gaf út til­kynn­ingu á sunnu­dag þess efn­is. 

Hvorki Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra né Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, vilja tjá sig um það ráð sem rík­is­lög­reglu­stjóri gaf HSÍ. 

Mótmælendur fyrir utan Ásvelli þar sem leikur Íslands og Ísraels …
Mót­mæl­end­ur fyr­ir utan Ásvelli þar sem leik­ur Íslands og Ísra­els fer fram. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert