Mótmælendur eru búnir að koma sér fyrir fyrir utan Ásvelli í Hafnarfirði þar sem íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur gegn Ísrael í kvöld. Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmælanna.
Spilað verður fyrir luktum dyrum á Ásvöllum í kvöld en ríkislögreglustjóri ráðlagði Handknattleikssambandi Íslands að haga málum svo og auglýsa ekki leikina. Stjórn HSÍ gaf út tilkynningu á sunnudag þess efnis.
Hvorki Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra né Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, vilja tjá sig um það ráð sem ríkislögreglustjóri gaf HSÍ.