Olíuverð fellur: „Fróðlegt“ þegar Trump fer fram úr í dag

Olíuverð hefur hríðfallið. Menn bíða eftir viðbrögðum Donalds Trumps.
Olíuverð hefur hríðfallið. Menn bíða eftir viðbrögðum Donalds Trumps. Samsett mynd

Skarp­ar lækk­an­ir á heims­markaðsverði á hrá­ol­íu, bens­íni og dísi­lol­íu gætu verið til marks um að aðilar á markaði sjái fyr­ir sér kreppu­ástand á næst­unni.

For­stjóri Skelj­ungs og fram­kvæmda­stjóri N1 segja erfitt að meta hvenær skarp­ar lækk­an­ir muni sjást á eldsneytis­verði hér­lend­is en verð hef­ur sveifl­ast til og frá eft­ir því hvenær og hvaða yf­ir­lýs­ing­ar ber­ast frá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta.

Þannig hafði hrá­olíu­verð hækkað um skamma stund í gær áður en það féll um 6% eft­ir að Trump til­kynnti um auka­lega tolla á Kín­verja eft­ir að Kín­verj­ar höfðu brugðist við toll­um Banda­ríkj­anna með hefnd­artoll­um. Kín­verj­ar hafa svo aft­ur brugðist við í dag með 84% tolli á banda­rísk­ar vör­ur. 

Lík­legt að verð falli áfram 

Þegar nú­ver­andi verð á markaði á markaði er borið sam­an við meðal­verð í mars þá hafði bens­ín­verð lækkað um 3%, dísil­verð um 9% og hrá­olíu­verð um 4%. 

„Svona ef horft er á það sem er að ger­ast þá er bara mjög lík­legt að heims­markaðsverð muni halda áfram að falla. Það sem markaður­inn er að segja er í raun að Trump sé að valda heimskreppu,“ seg­ir Þórður Guðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri Skelj­ungs.  

Það þýði í raun að viðskipta­stríðið muni hægja á vexti í öll­um hag­kerf­um heims­ins. 

„Það verður fróðlegt að sjá hvað ger­ist þegar Trump fer fram úr í dag. Hvoru meg­in hann fer fram úr því það hef­ur áhrif á alla heims­byggðina,“ seg­ir Þórður. 

Erfitt að lesa í markaðinn 

Magnús Hafliðason, fram­kvæmda­stjóri N1, seg­ir að erfitt sé að lesa í markaðinn eins og stend­ur.

„Það er í raun mjög erfitt að lesa í markaðinn. Það sem er þó ljóst er að það er órói á mörkuðum en við mun­um fylgj­ast mjög vel með þessu og aðlaga okk­ur að hon­um eins og efni standa til,“ seg­ir Magnús.

Hann bend­ir á að verð hafi lækkað þríveg­is hjá fyr­ir­tæk­inu und­an­far­inn mánuð.

„Ekki stór­ar lækk­an­ir í hvert skipti, en t.d. í gær lækkuðum við um 2 krón­ur í bens­ín­inu. Hversu hratt þetta hef­ur áhrif á út­sölu­verð er háð ýms­um þátt­um og því get ég ekki tjáð mig ná­kvæm­lega hvenær lækk­un kem­ur inn ef markaður­inn held­ur áfram með sama hætti,“ seg­ir Magnús.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert