Páll hyggur á skaðabótamál gegn RÚV

Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hyggst stefna RÚV vegna vinnu­bragða í tengsl­um við um­fjöll­un sem RÚV birti úr gögn­um sem af­rituð voru úr síma eft­ir að hon­um var byrlað ólyfjan af fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni. 

Eva Hauks­dótt­ir, lögmaður Páls, seg­ir að hann hafi komið að máli við sig ný­lega þar sem hann vill fara í skaðabóta­mál við fjöl­miðil­inn. Ekki hef­ur verið haft sam­band við RÚV á þess­um tíma­punkti. 

„Páll Stein­gríms­son hef­ur leitað til mín og tel­ur hann sig eiga skaðabóta­kröfu á Rík­is­út­varpið. Afstaða Rík­is­út­varps­ins verður könnuð á næst­unni. En þetta er ekki komið af stað og það var í vik­unni sem ákvörðun var tek­in um að leita bóta fyr­ir hann.“  

Viður­kenn­ing á að vinnu­brögð stand­ist ekki lög 

„Þetta yrði miska­bóta­mál fyrst og fremst,“ seg­ir Eva en bæt­ir við: „Það sem skipt­ir mestu máli í þessu er samt að viður­kenn­ing fá­ist á því að þessi vinnu­brögð séu ekki Rík­is­út­varp­inu sæm­andi og að þau stand­ist ekki lög,“ seg­ir Eva.

„Við byrj­um á því að leita sátta. En ef þeirri sátta­leið verður hafnað þá geri ég ráð fyr­ir því að málið endi fyr­ir dómi,“ seg­ir Eva.

Rann­sókn lög­reglu á mál­inu var felld niður þar sem meðal ann­ars kom fram að ekki væri hægt að sanna hver hefði staðið að af­rit­un gagn­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert