Ríkisendurskoðun svarar fyrir sig

Tekist er á um eftirlit með starfsemi Íslandspósts.
Tekist er á um eftirlit með starfsemi Íslandspósts. mbl.is/Karítas

Fé­lag at­vinnu­rek­enda (FA) seg­ir það ekki rétt hjá Rík­is­end­ur­skoðun að fé­lagið hafi ekki rök­stutt gagn­rýni sína á stofn­un­ina vegna mál­efna Ísland­s­pósts. Þvert á móti hafi fé­lagið sent stofn­un­inni ít­ar­lega gagn­rýni.

Sagt var frá er­indi Fé­lags at­vinnu­rek­enda til innviðaráðuneyt­is­ins í Morg­un­blaðinu síðastliðinn mánu­dag, en þar var því haldið fram að Rík­is­end­ur­skoðun hefði brugðist í eft­ir­liti sínu með Ísland­s­pósti. Þá hefði stofn­un­in verið van­hæf til að gera út­tekt á Póst­in­um í ljósi starfa sinna fyr­ir fyr­ir­tækið.

Ásamt innviðaráðuneyt­inu fengu fleiri aðilar í stjórn­kerfi­inu af­rit af þessu er­indi fé­lags­ins.

Áður hafði Morg­un­blaðið sagt frá því á laug­ar­dag­inn var að Fé­lag at­vinnu­rek­enda teldi Byggðastofn­un hafa van­rækt eft­ir­lits­hlut­verk sitt með starf­semi Pósts­ins, en Byggðastofn­un tók við þessu eft­ir­lits­hlut­verki af Póst- og fjar­skipta­stofn­un (PFS), sem áður hafði eft­ir­lit með starf­semi Pósts­ins.

Op­in­berað van­hæfni sína

„Að mati Fé­lags at­vinnu­rek­enda hef­ur Rík­is­end­ur­skoðun einnig brugðist hlut­verki sínu í þess­um mál­um og um leið op­in­berað van­hæfni sína til að leggja mat á starf­semi Pósts­ins,“ sagði í frétt Morg­un­blaðsins sl. mánu­dag. „Segja má að Rík­is­end­ur­skoðun hafi skautað fram hjá öll­um meg­in­at­riðum sem fram komu í skýrslu­beiðni Alþing­is. Svo virðist sem niður­stöður frum­at­hug­un­ar Rík­is­end­ur­skoðunar séu sett­ar fram í þeim til­gangi að villa um fyr­ir Alþingi í viðleitni þess til að hafa eft­ir­lit með meðferð al­manna­fjár,“ sagði þar jafn­framt.

Nán­ar var fjallað um gagn­rýni FA á Rík­is­end­ur­skoðun í Morg­un­blaðinu sl. mánu­dag og svaraði stofn­un­in þeirri gagn­rýni með til­kynn­ingu sem sagt var frá á mbl.is í gær.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka