Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gerði sig, að eigin sögn, að athlægi í ræðustól Alþingis í gærkvöld. Í andsvörum sínum lýsti hann vissum efasemdum um áform ríkisins um að taka yfir námsbókamarkað menntaskólanema.
Segir Snorri svo frá á samfélagsmiðlum að hann hafi í ræðu sinni haldið á lofti því sjónarmiði að ungu fólki væri hollt að þurfa að vinna fyrir eigin bókakaupum í stað þess að fá allt „ókeypis“ frá ríkinu.
Snorri ræddi að virðingarleysi ungdómsins gagnvart prentuðu efni mætti takmarka ef honum liði eins og hann hafi unnið sér sjálfur inn fyrir bókunum.
Svo segir Snorri sjálfur frá á Facebook-síðu sinni:
„Í því sambandi ákvað ég að taka persónulegt dæmi um reynslu mína af tilfinningalegu sambandi við hvers konar gefins bækur. Sú tilraun tók óvænta stefnu...“