Skellihlógu að Snorra í ræðustól

Þingheimur skellti upp úr þegar Snorri var alveg óvart kominn …
Þingheimur skellti upp úr þegar Snorri var alveg óvart kominn í mótsögn við sjálfan sig. Skjáskot/Alþingi

Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins, gerði sig, að eig­in sögn, að at­hlægi í ræðustól Alþing­is í gær­kvöld. Í andsvör­um sín­um lýsti hann viss­um efa­semd­um um áform rík­is­ins um að taka yfir náms­bóka­markað mennta­skóla­nema.

Seg­ir Snorri svo frá á sam­fé­lags­miðlum að hann hafi í ræðu sinni haldið á lofti því sjón­ar­miði að ungu fólki væri hollt að þurfa að vinna fyr­ir eig­in bóka­kaup­um í stað þess að fá allt „ókeyp­is“ frá rík­inu.

Til­raun­in tók óvænta stefnu

Snorri ræddi að virðing­ar­leysi ung­dóms­ins gagn­vart prentuðu efni mætti tak­marka ef hon­um liði eins og hann hafi unnið sér sjálf­ur inn fyr­ir bók­un­um.

Svo seg­ir Snorri sjálf­ur frá á Face­book-síðu sinni:

„Í því sam­bandi ákvað ég að taka per­sónu­legt dæmi um reynslu mína af til­finn­inga­legu sam­bandi við hvers kon­ar gef­ins bæk­ur. Sú til­raun tók óvænta stefnu...“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka