Spá ekki kreppu á Íslandi þó „allt geti gerst“

Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að hagkerfið geti komist ágætlega …
Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir að hagkerfið geti komist ágætlega í gegnum tollatíð Trumps. Samsett mynd

Í hagspá Lands­bank­ans sem kom út í morg­un er gert ráð fyr­ir ágæt­um hag­vexti og hægt lækk­andi verðbólgu og vöxt­um. Una Jóns­dótt­ir hag­fræðing­ur í bank­an­um seg­ir hins veg­ar að óviss­an sé „gríðarleg“ og að brugðið geti til beggja vona með verðbólgu­horf­ur hér­lend­is.

Sam­kvæmt spánni verður hag­vöxt­ur í ár 1,4% og verðbólga 3,9%. 

Verð gæti hækkað og lækkað 

Una seg­ir frétt­ir ber­ast mjög hratt af tolla­mál­um og í raun sé afar erfitt að greina áhrif svipt­inga í alþjóðahag­kerf­inu á ís­lenskt efna­hags­líf eins og sak­ir standa.

„Við gæt­um fengið hærra verð á inn­flutt­um vör­um en við gæt­um líka fengið lægra verð vegna of­fram­boðs á vör­um úti í heimi. Það gæti tíma­bundið or­sakað verðlækk­un,“ seg­ir Una.

Eru ekki lík­ur á því að hagspá­in verði ómark­tækt plagg nán­ast á svip­stundu vegna svipt­inga í tolla­mál­um?

„Við þurf­um bara sí­fellt að vera að end­ur­meta þessa hluti. Matið sem við birt­um í morg­un tek­ur mið af stöðunni eins og við sáum hana þá. Nú hef­ur hins veg­ar t.d. verið sagt að mögu­lega verði lyf ekki und­an­skil­in toll­um eins og til stóð og það gæti breytt stöðunni strax,“ seg­ir Una. Frá Íslandi til Banda­ríkj­anna er mikið flutt af lyfj­um og lækna­tækj­um.

Kannski í hlut­falls­lega betri stöðu 

En er ekki sá mögu­leiki í stöðunni að Ísland sé í hlut­falls­lega betri stöðu en aðrir og þar af leiðandi gæt­um við verið í sterk­ari stöðu en fyr­ir tolla­stríð?

„Það gæti vel verið en á eft­ir að koma í ljós. Við erum í lægsta toll­flokkn­um og kannski er það já­kvætt. En aft­ur á móti gæti heild­ar­eft­ir­spurn dreg­ist sam­an í Banda­ríkj­un­um vegna efna­hagsþreng­inga þar og það hef­ur áhrif hér. En vissu­lega erum við mögu­lega í betri sam­keppn­is­stöðu en ein­hverj­ir,“ seg­ir Una.

Langlík­leg­ast að þetta fari ágæt­lega 

Hún seg­ir áhyggj­ur af kreppu­ástandi til fram­búðar skilj­an­leg­ar en sjálf hafi hún ekki sér­stak­leg­ar áhyggj­ur af því á Íslandi.

„Okk­ur finnst langlík­leg­ast að þetta fari ágæt­lega og að hag­vöxt­ur verði 1,4% sam­kvæmt okk­ar spá. Við reiðum okk­ur mikið á ferðamenn frá Banda­ríkj­un­um og þar gæti ferðavilji minnkað. En þrátt fyr­ir það erum við ekki að spá neinni kreppu eins og staðan er þó að allt geti gerst,“ seg­ir Una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert