„Það þarf ekki nema fimm mínútur“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Mik­ill ár­ang­ur myndi nást í skóla­kerf­inu ef kenn­ar­ar myndu oft­ar hringja heim og hrósa þeim nem­end­um sem rek­ast illa í kerf­inu. 

    Þetta seg­ir Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi skóla­stjóri, í Dag­mál­um. 

    „For­eldr­arn­ir hafa lík­leg­ast aldrei fengið hrós fyr­ir þessi börn, það er alltaf eitt­hvað nei­kvætt,“ seg­ir hann.

    Hann tel­ur mik­il­vægt að efla já­kvæð tengsl á milli heim­ila og skóla og byggja þannig upp traust á milli kenn­ara og for­eldra. Alltof oft ein­kenn­ist sam­skipt­in þeirra á milli af nei­kvæðni.

    „Það tek­ur tíma að ná sum­um sem eru erfiðast­ir, en að ná þeim á þess­um já­kvæðu nót­um og styrkja stans­laust já­kvæða hegðun, hringja heim við hvert já­kvætt til­felli og styrkja tengsl­in heim – for­eldr­ar sem heyra síðan þegar barnið brýt­ur af sér, og þú hring­ir og seg­ir að eitt­hvað hafi komið upp á, þá eru þau mjög lík­leg til að trúa þér og vera með þér í liði vegna þess að þau vita að þér þykir vænt um barnið þeirra.“

    Sam­starfið gull­tryggt

    Hann seg­ir stemn­ing­una í skól­an­um verða já­kvæðari og betri séu tengsl­in við heim­il­in efld með þess­um hætti.

    „Þetta spar­ar fleiri tugi klukku­tíma í vinnu fyr­ir kenn­ara svo þeir geta ein­beitt sér frek­ar að því að byggja upp já­kvæða menn­ingu í skól­an­um.“

    Hann seg­ir mik­il­vægt að þetta sé gert af ein­lægni þannig að for­eldr­ar finni að kenn­ur­um þyki raun­veru­lega vænt um nem­end­urna.

    „Þegar þú ert kom­inn þangað, og þér þykir virki­lega vænt um barnið, þá er eig­in­lega sam­starfið gull­tryggt til að vera gott áfram í skól­an­um. Þá er þetta ekki megnið af þess­um for­eldra­vanda sem menn eru að tala um.“

    Jón Pétur Zimsen segir jákvæð tengsl milli heimila og skóla …
    Jón Pét­ur Zimsen seg­ir já­kvæð tengsl milli heim­ila og skóla lyk­il­atriði sem alltof sjald­an sé talað um. mbl.is/​Karítas

    Hafa aðeins fengið nei­kvæð sím­töl

    Jón Pét­ur seg­ir já­kvæðu tengsl­in og góð skóla­menn­ing lyk­il­atriði sem alltof sjald­an sé talað um.

    „Og passa sig að smána aldrei nem­end­ur fyr­ir fram­an aðra krakka, reyna að setja sig í spor krakk­anna, höfða til þeirra betri manns, og stans­laust láta þau finna að þér þyki vænt um þá jafn­vel þau þau láti ekki alltaf vel.“

    Hann seg­ir mik­il til þess vinna að for­eldra­sam­fé­lagið hugsi já­kvætt um skól­ann og tali vel um hann heima.

    „Ég heyri þetta svo oft frá for­eldr­um: „Heyrðu ég hef aldrei fengið sím­tal heim áður, nema jú nei­kvæð, en já­kvæð sím­tal upp úr þurru – vá.“ Það þarf ekki nema fimm mín­út­ur, þá ertu bú­inn að vinna þér inn ofboðslega mikið hvað fram­haldið varðar. For­eldrið er líka lík­legra til þess að hringja í þig og leita ráða.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert