„Við erum öll að skrifa söguna“

Sjöundi forseti íslenska lýðveldisins hefur ákveðnar hugmyndir um embættið samtímis …
Sjöundi forseti íslenska lýðveldisins hefur ákveðnar hugmyndir um embættið samtímis því sem hún mærir alla forverana. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

„Ég hef stund­um bent fólki á að þegar við kjós­um konu í fyrsta skipti, eða ger­um yf­ir­höfuð eitt­hvað í fyrsta skipti, er það und­an­tekn­ing frá regl­unni. En þegar við ger­um það í annað skiptið erum við kannski að gera það að nýju viðmiði eða nýju normi.“

Þetta seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir, sjö­undi for­seti lýðveld­is­ins, í viðtali á hinu forn­fræga Grand hót­eli í hjarta Ósló­ar, við Karls Jó­hanns­götu, við upp­haf heim­sókn­ar þeirra Björns Skúla­son­ar eig­in­manns henn­ar til Nor­egs, svo­kallaðrar rík­is­heim­sókn­ar, sem er æðsta form diplóma­tískra sam­skipta milli ríkja.

Mark­mið heim­sókn­ar­inn­ar er að styrkja enn frek­ar sögu­leg tengsl Íslands og Nor­egs og vinna að sam­eig­in­leg­um hags­mun­um þjóðanna, meðal ann­ars á sviði varn­ar­mála, menn­ing­ar og bættr­ar geðheilsu.

Örygg­is­gæsla lög­reglu við hót­elið þar sem skáldið Henrik Ib­sen snæddi há­deg­is­verð dag­lega var gríðarleg og í tvö­faldri röð fram­an við bygg­ing­una virðulegu frá 1874 skipt­ust þar á merkt­ar lög­reglu­bif­reiðar og glæsi­bif­reiðar sem teflt er fram við heim­sókn­ir þjóðhöfðingja og eru ým­ist í eigu lög­reglu­embætt­is­ins eða leigðar er til­efni býður.

Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason ásamt þremur kynslóðum úr norsku …
Halla Tóm­as­dótt­ir og Björn Skúla­son ásamt þrem­ur kyn­slóðum úr norsku kon­ungs­fjöl­skyld­unni í gær. Frá vinstri Ingiríður Al­ex­andra prins­essa, for­eldr­ar henn­ar Há­kon krón­prins og Mette-Ma­rit krón­prins­essa, Björn, Halla, Har­ald­ur Nor­egs­kon­ung­ur, Sonja drottn­ing og Ástríður prins­essa, syst­ir Har­ald­ar. AFP/​Lise Åserud

Sami stóll – ann­ar for­seti

Þá skorti ekk­ert á norska hefða- og reglu­festu á hót­el­inu, sömu þrír líf­verðirn­ir frá ör­ygg­is­lög­regl­unni PST heilsuðu blaðamanni og fylgdu Guðna Th. Jó­hann­es­syni þáver­andi for­seta í októ­ber 2023, vísað var til viðtalsaðstöðu á bóka­safni hót­els­ins, sem inni­held­ur raun­ar aðeins ör­fá­ar skræður, og til að setja punkt­inn yfir þetta norska i benti blaðamaður nýja for­set­an­um á sama stól og sá síðasti vermdi á bóka­safn­inu.

Viðtalið hefst með Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, for­seta Íslands til sex­tán ára, sem Halla vís­ar til í upp­hafs­orðum sín­um. Og for­set­inn held­ur áfram: „Þannig að þetta skipt­ir fólk máli, ekki síst finnst mér þetta skipta unga fólkið máli, ég finn mjög sterk viðbrögð, bæði frá stúlk­um og strák­um, við því að ég sé kona og það sé nokkuð sem við höf­um sem þjóð lengi verið stolt af, að hafa verið fyrst til þess að hafa kven­for­seta,“ seg­ir Halla og er spurð hvort hún hugsi til þess að þjóðin beri þær Vig­dísi sam­an sem kven­for­set­ana tvo.

„Ég held ekki, ekk­ert frek­ar en að Guðni væri endi­lega bor­inn sam­an við Ólaf Ragn­ar per se. Við höf­um verið með sjö for­seta á Íslandi og hver og einn hef­ur verið mjög ólík­ur. Ef þú hugs­ar um það setti hver þeirra al­veg sitt mark á þetta embætti og var bara hann eða hún sjálf. Þannig að ég ætla ekk­ert að reyna að vera Vig­dís, ég ber svo mikla virðingu fyr­ir Vig­dísi, hún á bara sín sex­tán ár og var sá for­seti sem ég horfði mest til og gaf mér mest,“ seg­ir Halla og rödd henn­ar þyng­ir áhersl­una á hvert at­kvæði auðheyri­lega við sam­tal um Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur.

Fæst mikið við stjórn­mál

For­set­inn kveðst hafa dregið sinn lær­dóm af hverj­um og ein­um for­vera sinna, allt aft­ur til Sveins Björns­son­ar. „En ég ætla bara að vera Halla,“ lýs­ir hún yfir í kjöl­farið, „ég held að eng­inn geti stigið inn í svona embætti og reynt að vera ein­hver ann­ar, ég held að eina færa leiðin sé að finna sinn takt og nýta sína styrk­leika og lyfta um leið þeim sem á und­an fóru og því sem þeir hafa gert. Við erum öll að skrifa sög­una en hver og einn verður að fá að skrifa sinn kafla,“ seg­ir Halla.

Viðtalið í heild má lesa í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast það án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert