Vonast til að mæta brýnum þörfum viðkvæms hóps

Haraldur vonast til að uppbygging geti hafist árið 2026.
Haraldur vonast til að uppbygging geti hafist árið 2026. Samsett mynd

Áform eru uppi um að á Far­sæld­ar­túni í Mos­fells­bæ verði byggð upp fjöl­breytt þjón­usta í þágu barna, ung­menna og fjöl­skyldna. Hug­mynd­in er að ýms­ar stofn­an­ir, sjálf­stætt starf­andi sér­fræðing­ar og fé­laga­sam­tök geti haft aðset­ur á svæðinu og að þar muni jafn­vel rísa meðferðarþjón­usta sem mætt get­ur þörf­um barna og fjöl­skyldna sem glíma við fjölþætt­an vanda.

Að sögn Har­ald­ar Lín­dal Har­alds­son­ar, stjórn­ar­for­manns Far­sæld­ar­túns, sjálf­seign­ar­stofn­un­ar í þágu barna, ung­menna og fjöl­skyldna þeirra, er stefnt að því að upp­bygg­ing hefj­ist árið 2026

Á Far­sæld­ar­túni, sem áður hét Skála­tún, hef­ur verið veitt þjón­usta við fatlað fólk frá ár­inu 1954, en fram til árs­ins 2023 var svæðið rekið af sjálf­seign­ar­stofn­un­inni Skála­tún og IOGT á Íslandi. Fatlað fólk hef­ur enn bú­setu á svæðinu, en árið 2023 urðu þær breyt­ing­ar að bæði IOGT og sjálf­seign­ar­stofn­un­in hættu aðkomu að þjón­ust­unni og tók Mos­fells­bær hana yfir.

Ríkið eign­ast allt á end­an­um

Um nokk­urt skeið höfðu staðið yfir viðræður á milli Mos­fells­bæj­ar og IOGT um ráðstaf­an­ir á eign­um, skuld­um og lóðarrétt­ind­um eft­ir að Mos­fells­bær tæki yfir þjón­ust­una við íbúa sem þar eru.

„Niðurstaðan úr þeim viðræðum varð að það voru gerðir samn­ing­ar þar sem IOGT ánafn­ar öll­um eign­um ásamt skuld­um þeim tengd­um og lóðarétt­ind­um til sjálf­seigna­stofn­un­ar sem var stofnuð til að halda utan um þetta, en skil­yrðið er að á end­an­um eign­ist ríkið þetta allt sam­an. Það er líka kvöð í þess­um samn­ingi, að verði ekk­ert af þess­ari upp­bygg­ingu verða til verðmæti sem greiða þarf fyr­ir. Það er skil­yrt í sam­komu­lag­inu að ef þau verðmæti koma til verði þeim skilað til rík­is­ins til að byggja upp þjón­ustu við börn og ung­menni og fjöl­skyld­ur þeirra,“ seg­ir Har­ald­ur.

Ný sjálf­seign­ar­stofn­un, Far­sæld­ar­tún, tók svo við eign­ar­haldi og rekstri fast­eign­anna, und­ir þeim for­merkj­um að á svæðinu yrði veitt þjón­usta í þágu barna, ung­menna og fjöl­skyldna.

Har­ald­ur bend­ir á að Far­sæld­ar­tún sé um 6 hekt­ar­ar lands og að sérstaðan fel­ist í því hægt sé að skipu­leggja þjón­ust­una al­veg frá grunni, miðað við þær kröf­ur sem gerðar eru í dag um þjón­ustu sem mæt­ir þörf­um barna. Hins veg­ar sé það ljóst að ekki er hægt að vera með alla þjón­ustu við börn og ung­menni með fjölþætt­an vanda á ein­um og sama stað.

Farsældartún er um 6 hektara svæði í Mosfellsbæ, sem áður …
Far­sæld­ar­tún er um 6 hekt­ara svæði í Mos­fells­bæ, sem áður hét Skála­tún. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Ekki gert ráð fyr­ir stóru meðferðar­heim­ili

Rætt hef­ur verið um Far­sæld­ar­tún í tengsl­um við nýtt meðferðar­heim­ili sem til stóð að myndi rísa í Garðabæ, en sú hug­mynd var ekki viðruð við bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ.

Í tölvu­póst­sam­skipt­um á milli starfs­manna mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins, fjár­málaráðuneyt­is­ins, Barna- og fjöl­skyldu­stofu og Fram­kvæmda­sýslu rík­is­eigna á síðustu tveim­ur árum, þar sem rætt var um stöðu meðferðar­heim­il­is­ins, kom fram að ákvörðun hefði verið tek­in um að reisa það frek­ar á Far­sæld­ar­túni en í Garðabæ, vegna deilna um bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld.

Slíkt meðferðar­heim­ili fell­ur hins veg­ar ekki und­ir hug­mynd­ir að þeirri starf­semi sem gert er ráð fyr­ir að verði á Far­sæld­ar­túni. Meðferðarein­ing­ar sem þar myndu rísa væru frek­ar hugsaðar sem bú­setukjarni/-​ar fyr­ir börn með fjölþætt­an vanda og meðferð fyr­ir börn með væg­ari vanda.

Hlýtt viðmót frá íbú­um Mos­fells­bæj­ar

Vinna við deili­skipu­lag svæðis­ins stend­ur yfir, en það eru Efla og Teikni­stof­an Stika sem sjá um það í sam­starfi við sjálf­seign­ar­stofn­un­ina og þá aðila sem munu mögu­lega flytja á svæðið þegar það verður upp­byggt.

Í byrj­un des­em­ber sl. var hald­inn op­inn íbúa­fund­ur í Mos­fells­bæ um Far­sæld­ar­tún. Mark­miðið með fund­in­um var að upp­lýsa íbúa og aðra hags­munaaðila um þá starf­semi sem fyr­ir­huguð er og er í mót­un á svæðinu.

„Ánægju­legt var að vera á þess­um fundi og finna það hlýja viðmót íbúa Mos­fells­bæj­ar til verk­efn­is­ins sem kom skýrt fram á fund­in­um,“ seg­ir Har­ald­ur.

Haraldur Líndal Haraldsson er stjórnarformaður Farsældartúns.
Har­ald­ur Lín­dal Har­alds­son er stjórn­ar­formaður Far­sæld­ar­túns. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Viðræður við starfs­fólk standa yfir

„Að und­an­förnu hafa m.a. farið fram viðræður um upp­bygg­ing­una við starfs­fólk sveit­ar­fé­laga sem koma að þess­um mál­um og starfs­fólk þeirra stofn­ana sem hug­mynd­ir eru um að gætu verið þarna,“ seg­ir Har­ald­ur.

Meðal ann­ars hef­ur verið rætt við Barna- og fjöl­skyldu­stofu, Miðstöð mennt­un­ar og skólaþjón­ustu og Ráðgjaf­ar- og grein­ing­ar­stöð. Þá er hug­mynd­in að á svæðinu rísi ein­hvers kon­ar létt meðferðarþjón­usta og jafn­vel vist­unar­úr­ræði. Einnig að þar geti haft aðset­ur sjálf­stætt starf­andi sér­fræðing­ar og fé­laga­sam­tök, sem starfa í þágu barna og ung­menna.

Einnig eru uppi hug­mynd­ir um að gera ráð fyr­ir íbúð/-​um fyr­ir fjöl­skyld­ur barna af lands­byggðinni sem þurfa að sækja þjón­ustu á svæðinu.

  

Mögu­leik­ar opn­ist með þjón­ust­unni á sama stað

Har­ald­ur tek­ur þó fram að ekki hafi verið tekn­ar form­leg­ar ákv­arðanir um upp­bygg­ing­una.

„Á þessu stigi er þetta allt á umræðustigi. Ríkið hef­ur sín­ar regl­ur um það hvernig til að mynda staðar­val o.s.frv. fer fram og ég tel að við þurf­um að ganga í gegn­um það allt sam­an. En ég tel að við höf­um ým­is­legt upp á að bjóða sem ætti að gera það að verk­um að ríkið gæti horft til þess sem við erum að und­ir­búa,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Við sjá­um mikla sam­legðarmögu­leika, þarna yrði hægt að nota sam­eig­in­lega fundaaðstöðu, mötu­neyti og starfs­fólk get­ur jafn­vel verið inni á sama gólfi þó að það til­heyri ekki sömu stofn­un og þar með er sam­nýt­ing á sér­hæfðu starfs­fólki mögu­leg,“ bæt­ir hann við.

Ýmsir mögu­leik­ar opn­ist með því að hafa þjón­ust­una á sama stað.

Þessi gjöf IOGT muni skapa eigið fé í fé­lag­inu sem muni nýt­ast í viðræðum við lána­stofn­an­ir um lán til fram­kvæmda. Þá verði við út­reikn­ing á leigu til rík­is­ins ekki gerð krafa um ávöxt­un á eigið fé stofn­un­ar­inn­ar.

„Við telj­um okk­ur geta boðið upp á leigu­samn­ing/​a við ríkið m.a. fyr­ir þær stofn­an­ir sem hér hafa verið nefnd­ar og jafn­vel fleiri. Hér er um óhagnaðardrifið fé­lag að ræða. Leig­an þarf því ein­göngu að standa und­ir af­borg­un­um og vöxt­um af þeim lán­um sem þarf að taka vegna fram­kvæmda, fast­eigna­gjöld­um, trygg­ing­um, viðhaldi og ein­hverj­um rekstr­ar­kostnaði.

Mark­miðið er að leigu­verð sé mjög sam­keppn­is­hæft og að í lok leigu­tím­ans eign­ist ríkið viðkom­andi hús­næði með þeim rétt­in­um sem því fylg­ir án frek­ari greiðslna, þ.e. um­fram leigu­gjöld á tíma­bil­inu,“ út­skýr­ir Har­ald­ur.

Ekki eini staður­inn fyr­ir börn með fjölþætt­an vanda

Líkt og áður sagði er hug­mynd­in um að ým­iss kon­ar meðferðarþjón­usta verði á Far­sæld­ar­túni og vís­ar Har­ald­ur til nokk­urra úrræða sem fram komu í til­lög­um í skýrslu stýri­hóps um fyr­ir­komu­lag þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda, sem skilað var til mennta- og barna­málaráðherra haustið 2023.

Eng­in af fjór­tán til­lög­un­um sem koma fram í skýrsl­unni hef­ur orðið að veru­leika og líkt og ít­rekað hef­ur verið greint frá er úrræðal­eysi mikið þegar kem­ur að mál­efn­um barna með fjölþætt­an vanda. Skort­ur á fjöl­breytt­um meðferðarúr­ræðum hef­ur haft gríðarlega nei­kvæð áhrif á þenn­an hóp barna og hafa barna­vernd­arþjón­ust­ur lands­ins, sem og umboðsmaður barna, kallað eft­ir aðgerðum strax.

„Við erum ekki að gera ráð fyr­ir að á Far­sæld­ar­túni verði eini staður­inn þar sem þjón­usta við börn með fjölþætt­an vanda er í boði. Það er auðvitað mik­il­vægt að hún sé m.a. á fleiri stöðum á land­inu.

Þó að við séum með ein­hverj­ar hug­mynd­ir í dag, þá er ekk­ert endi­lega að það verði niðurstaðan. Þetta þarf allt sam­an að teikna upp í sam­ein­ingu og ræða. Því er mik­il­vægt að sem flest­ir komi að borðinu núna svo að tryggt sé að vel tak­ist til,“ seg­ir Har­ald­ur.

„Við leggj­um áherslu á létt­leika svæðis­ins og að þar sé nægt rými fyr­ir virkni sem er afar mik­il­væg­ur þátt­ur í meðferðar­starfi. Í þeim drög­um að skipu­lagi svæðis­ins sem nú liggja fyr­ir er gert ráð fyr­ir að í boði sé fjöl­breytt afþrey­ing sem mæti áhuga­sviði barna og ung­menna.“

Starf­semi á svæðinu eft­ir 3 til 5 ár

Stefnt hef­ur verið að því að ljúka deili­skipu­lagi í vor, en hvort það næst á eft­ir að koma í ljós.

Nokk­ur tími mun fara í sam­töl og sam­ráð að sögn Har­ald­ar. En ef brett verður upp á erm­ar gæti deilu­skipu­lagið legið fyr­ir í haust og að sam­hliða því væri mögu­legt að út­búa útboðsgögn.

„Kannski eft­ir ár gæti útboðið verið farið vel af stað. Í fram­hald­inu geti svo tekið tvö til þrjú ár að byggja. Ef við höld­um vel á spöðunum þá ætti að vera kom­in þarna starf­semi inn­an þriggja til fimm ára, en gera má ráð fyr­ir að það taki allt að 10 ár að byggja allt svæðið upp.“

Stefnt er að því að halda op­inn fund með hagaðilum og hvet­ur Har­ald­ur alla sem hafa áhuga á verk­efn­inu að taka þátt í sam­tal­inu. Áhuga­sam­ir geta komið ábend­ing­um á fram­færi á net­fangið far­sa­eld­art­un@far­sa­eld­art­un.is

„Það rík­ir mik­il samstaða um það meðal lands­manna að stór­efla þurfi þjón­ustu við börn, ung­menni og fjöl­skyld­ur sem glíma við fjölþætt­an vanda. Okk­ar von stend­ur til þess að Far­sæld­ar­tún geti orðið mik­il­væg­ur vett­vang­ur til að mæta brýn­um þörf­um þessa viðkvæma hóps,“ seg­ir Har­ald­ur að lok­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert