8 ára dómur yfir Pétri Jökli staðfestur

Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­rétt­ur staðfesti í dag átta ára fang­els­is­dóm yfir Pétri Jökli Jónas­syni fyr­ir aðild hans að stóra kókaín­mál­inu svo­kallaða. Pétri ber þá að greiða nærri 5,5 millj­ón­ir króna í áfrýj­un­ar­kostnað. Fyr­ir héraði var Pétri gert að greiða yfir 10 millj­ón­ir króna í sak­ar­kostnað.

Í nóv­em­ber 2023 voru Birg­ir Hall­dórs­son, Páll Jóns­son, Jó­hann­es Páll Durr og Daði Björns­son dæmd­ir í fimm til níu ára fang­elsi í Lands­rétti fyr­ir aðild sína að inn­flutn­ingi tæp­lega 100 kg af kókaíni til lands­ins.

Neitaði alltaf sök

In­terpol lýsti eft­ir Pétri Jökli sem síðar kom sjálf­vilj­ug­ur til lands­ins og var hand­tek­inn. Ólíkt hinum mönn­un­um fjór­um neitaði Pét­ur Jök­ull sök.

Efn­in voru fal­in í timb­ursend­ingu frá Bras­il­íu en send­ing­in var stöðvuð í Rotter­dam í Hollandi þar sem þeim var skipt út fyr­ir gervi­efni.

Ótrú­verðugt lyk­il­vitni

Daði Björns­son var lyk­il­vitni í mál­inu og neitaði hann því að Pét­ur Jök­ull væri sá Pét­ur sem hann hafði verið í sam­skipt­um við í tengsl­um við inn­flutn­ing efn­anna.

Sak­sókn­ari sagði þó mörg gögn tengja Pét­ur Jök­ul við málið og þegar upp var staðið taldi dóm­ur­inn framb­urð Daða ekki trú­verðugan.

Héraðsdóm­ur taldi Pét­ur Jök­ul hafa verið aðal­mann í brot­inu og sam­verkamaður hinna fjög­urra.

Lands­rétt­ur staðfesti dóm­inn úr héraði en frá refs­ing­unni dregst gæslu­v­arðhald sem Pét­ur Jök­ull hef­ur sætt við meðferð máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert