Afnám samsköttunar snertir um 6%

Til þess að sýna betur fram á áhrif fyrirhugaðs afnáms …
Til þess að sýna betur fram á áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts hefur verið útbúin sérstök reiknivél.

Um 6% ein­stak­linga á skatt­skrá eiga kost á sam­skött­un hjóna og sam­búðarfólks.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands, sem ætlað er að skýra bet­ur út áform stjórn­valda um að af­nema íviln­andi reglu í lög­um um tekju­skatt um sam­skött­un hjóna og sam­búðarfólks.

Milli­fær­an­leg­ur per­sónu­afslátt­ur milli hjóna og sam­búðarfólks fell­ur ekki und­ir fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar og verður heim­ill áfram með óbreyttu sniði.

Regl­an kom fyrst til fram­kvæmda við álagn­ingu op­in­berra gjalda árið 2011 og á við í þeim til­vik­um þegar ann­ar ein­stak­ling­ur­inn er í efsta tekju­skattsþrepi en á sama tíma nær hinn ekki að full­nýta miðþrepið.

Þannig er heim­il til­færsla á tekj­um úr efsta skattþrepi niður í miðþrep, en þó að ákveðnu há­marki. 

Tekj­ur þurfi að vera yfir 1.300 þúsund

„Íviln­un­in nær til lít­ils minni­hluta þeirra sem eru á skatt­skrá, þar af eru það yfir 80% karl­ar sem nýta ónýtt miðþrep maka eða sam­búðaraðila.

Á þessu ári þarf ann­ar aðili í hjóna­bandi eða skráðri sam­búð að hafa yfir 15.901.523 kr. í árs­tekj­ur eða 1.325.127 kr. í mánaðar­tekj­ur til þess að regl­an um sam­nýt­ingu skattþrepa taki gildi,“ sem seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sér­stök reikni­vél

Eft­ir­gjöf rík­is­sjóðs vegna þess­ar­ar reglu nam um 2,7 millj­örðum króna á tekju­ár­inu 2023.

Til þess að sýna bet­ur fram á áhrif fyr­ir­hugaðs af­náms sam­nýt­ing­ar skattþrepa hjóna og sam­búðarfólks á greiðslu tekju­skatts hef­ur verið út­bú­in sér­stök reikni­vél. Þar er hægt að slá inn tekj­ur og sjá hver áhrif­in verða miðað við nú­gild­andi regl­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert