Afslættirnir enn í gildi

Eftirlit Byggðastofnunar með fyrirtækinu er umdeilt.
Eftirlit Byggðastofnunar með fyrirtækinu er umdeilt. mbl.is/Karítas

Úrsk­urðar­nefnd fjar­skipta- og póst­mála felldi 31. mars síðastliðinn úr gildi ákvörðun Byggðastofn­un­ar varðandi af­slætti Ísland­s­pósts af reglu­bundn­um viðskipt­um með magn­póst, enda hefði ekki verið sýnt nægi­lega fram á að þeir sam­ræmd­ust lög­um um póstþjón­ustu. Með magn­pósti er átt við áritaðan bréfa­póst.

Ný stjórn var skipuð hjá Póst­in­um í lok mars, en eitt af hlut­verk­um henn­ar er að setja gjald­skrá.

Pét­ur Már Hall­dórs­son, stjórn­ar­formaður Ísland­s­pósts, vísaði á Þór­hildi Ólöfu Helga­dótt­ur, for­stjóra Pósts­ins.

Af­slátt­ar­tafla bréfa óbreytt

Þór­hild­ur Ólöf seg­ir Ísland­s­póst hafa kynnt Byggðastofn­un fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar í fyrra­sum­ar.

„Í lok júní á síðastliðnu ári var til­kynn­ing send til Byggðastofn­un­ar þar sem til­kynnt­ar voru breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi af­slátta bréfa sem af­hent voru í magni til Pósts­ins og áttu þær að taka gildi frá og með 1. ág­úst,“ seg­ir Þór­hild­ur Ólöf.

„Breyt­ing­in sem var til­kynnt Byggðastofn­un í lok júní var eng­in breyt­ing á af­sláttar­pró­sentu held­ur ein­ung­is að fyr­ir­tæki fengju af­slátt á upp­safnað magn yfir mánuð í stað einn­ar stakr­ar af­hend­ing­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Ólöf jafn­framt.

Það sé mat Ísland­s­pósts að af­slátt­ar­tafla bréfa standi óbreytt hjá Póst­in­um þar til ný ákvörðun taki gildi hjá Byggðastofn­un. Fyr­ir­tækið muni lúta ákvörðun Byggðastofn­un­ar þegar hún liggi fyr­ir.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert