Mótmælendur eru aftur mættir fyrir utan Ásvelli í Hafnarfirði þar sem leikur kvennalandsliðs Íslands í handbolta gegn Ísrael fer fram. Félagið Ísland-Palestína boðaði til mótmælanna.
Einnig var mótmælt í gærkvöldi og þá var barið á hurðir keppnishallarinnar. Heyrðist það vel inn á keppnisgólfið, en þá var tónlist sett í gang. Leikurinn var því spilaður með tónlist.
Báðir leikirnir eru spilaðir fyrir luktum dyrum að ráði ríkislögreglustjóra.