Aftur mótmælt á Ásvöllum

Mótmælendur fyrir utan Ásvelli í Hafnarfirði.
Mótmælendur fyrir utan Ásvelli í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mót­mæl­end­ur eru aft­ur mætt­ir fyr­ir utan Ásvelli í Hafnar­f­irði þar sem leik­ur kvenna­landsliðs Íslands í hand­bolta gegn Ísra­el fer fram. Fé­lagið Ísland-Palestína boðaði til mót­mæl­anna. 

Einnig var mót­mælt í gær­kvöldi og þá var barið á hurðir keppn­is­hall­ar­inn­ar. Heyrðist það vel inn á keppn­is­gólfið, en þá var tónlist sett í gang. Leik­ur­inn var því spilaður með tónlist. 

Báðir leik­irn­ir eru spilaðir fyr­ir lukt­um dyr­um að ráði rík­is­lög­reglu­stjóra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka