Andlát: Haraldur Henrysson

Har­ald­ur Henrys­son, fv. hæsta­rétt­ar­dóm­ari og for­seti Slysa­varna­fé­lags Íslands, lést á Hrafn­istu að Sléttu­vegi þann 4. apríl síðastliðinn, 87 ára að aldri.

Har­ald­ur fædd­ist 17. fe­brú­ar 1938 í Reykja­vík og ólst þar upp. For­eldr­ar hans voru Henry Al­ex­and­er Hálf­dáns­son skrif­stofu­stjóri og Sig­ríður Guðrún Þor­steins­dótt­ir hús­móðir.

Har­ald­ur lauk stúd­ents­prófi frá MR 1958 og lög­fræðiprófi frá HÍ 1964. Hann starfaði sem full­trúi hjá bæj­ar­fóg­et­un­um í Kefla­vík og Kópa­vogi frá 1964-1973, var saka­dóm­ari við Saka­dóm Reykja­vík­ur til 1988 og hæsta­rétt­ar­dóm­ari frá 1988-2003, þar af for­seti Hæsta­rétt­ar 1996-1997.

Har­ald­ur átti sæti í stjórn Slysa­varna­fé­lags Íslands (SVFÍ), síðar Lands­bjarg­ar, árin 1973-1990, eft­ir að hafa verið í stjórn slysa­varna­deild­ar­inn­ar Ing­ólfs í Reykja­vík 1967-1973. Hann var síðan for­seti SVFÍ frá 1982-1990. Hann var gerður að heiðurs­fé­laga Slysa­varna­fé­lags­ins árið 1990.

Har­ald­ur sinnti ýms­um öðrum störf­um tengd­um fé­lags- og áhuga­mál­um sín­um. Átti sæti á Alþingi sem varaþingmaður frá 1969-1971 og var í fram­kvæmda­stjórn Sam­taka frjáls­lyndra og vinstri manna. Hann var í sendi­nefnd Íslands á fund­um haf­botns­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna í Genf og New York 1971-1973 og í sendi­nefnd Haf­rétt­ar­ráðs SÞ 1973 og 1976. Har­ald­ur átti sæti í bankaráði Útvegs­bank­ans og um­ferðarráði og var formaður rann­sókn­ar­nefnd­ar sjó­slysa um tíu ára skeið, 1973-1983. Hann átti jafn­framt sæti í ýms­um nefnd­um og ráðum tengd­um ör­ygg­is­mál­um sjó­manna.

Har­ald­ur var formaður Dóm­ara­fé­lags Reykja­vík um skeið og síðar formaður Dóm­ara­fé­lags Íslands. Hann var sæmd­ur stór­ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1997.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Har­ald­ar er Elísa­bet Krist­ins­dótt­ir matar­fræðing­ur, f. 1942. Son­ur þeirra
er Ásgeir Krist­inn, f. 1981, maki Íris Bjarna­dótt­ir. Barna­börn­in eru tvö.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert