Aukin ógn vegna ofbeldisfullrar hægri öfgahyggju

Embætti segir að víða á Vesturlöndum beinist athyglin að sjálfsprottnum …
Embætti segir að víða á Vesturlöndum beinist athyglin að sjálfsprottnum öfgamönnum sem iðulega veki litla eða enga athygli fyrr en þeir láti til skarar skríða. Ljósmynd/Colourbox

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir að auk­in ógn á Íslandi vegna hryðju­verka skýrist af því að á Íslandi séu ein­stak­ling­ar/​hóp­ar sem aðhyll­ast of­beld­is­fulla hægri öfga­hyggju og sem jafn­framt hafa þekkt­an ásetn­ing eða getu til að fram­kvæma hryðju­verk.

Þetta kem­ur fram í nýrri hættumats­skýrslu embætt­is­ins þar sem fjallað er um hryðju­verka­ógn á Íslandi.

Helstu skot­mörk árása

Bent er á að helstu skot­mörk árása sem teng­ist öfga­hyggju séu m.a. ein­stak­ling­ar sem teng­ist ákveðnum minni­hluta­hóp­um s.s. vegna kyn­ferðis, kyn­hneigðar, kyn­vit­und­ar eða kyntján­ing­ar, vegna upp­runa eða trú­ar. Stjórn­mála­fólk; einkum það sem er áber­andi í umræðum sem teng­ist átök­um í Mið-Aust­ur­lönd­um. Einnig tákn­mynd­ir rík­is­valds­ins s.s. fán­ar, op­in­ber­ar bygg­ing­ar, skrif­stof­ur/​heim­ili ráðamanna. Tákn­mynd­ir sem tengj­ast trú s.s. kirkj­ur, mosk­ur og bæna­hús gyðinga, seg­ir í skýrsl­unni.

Embættið tel­ur lík­leg­ast að ein­föld­um og/​eða heima­til­bún­um vopn­um verði beitt komi til þess að hryðju­verk verði framið á Íslandi árið 2025. Und­ir heima­til­bú­in vopn falla þrívídd­ar­prentuð vopn, röra­sprengj­ur o.fl. Und­ir ein­föld vopn falla hagla­byss­ur, riffl­ar, skamm­byss­ur, hníf­ar, axir og öku­tæki.

Embættið segir að í ljósi þess að hryðjuverkaógn hafi farið …
Embættið seg­ir að í ljósi þess að hryðju­verka­ógn hafi farið vax­andi á ný inn­an Evr­ópu þá hafi mörg vest­ræn ríki talið nauðsyn­legt að efla viðbúnað og getu lög­reglu og annarra borg­ara­legra ör­ygg­is­stofn­ana. mbl.is/​Karítas

Merki um vax­andi and­lýðræðis­lega og of­beld­is­fulla öfga­hyggju

„Í skýrsl­um grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra (GRD) varðandi hryðju­verka­ógn hef­ur verið fjallað um hætt­una sem staf­ar af of­beld­is­fullri hug­mynda­fræði. GRD sér nú ýmis merki um vax­andi and­lýðræðis­lega og of­beld­is­fulla öfga­hyggju eins og hug­mynd­ir hvítr­ar kynþátta­hyggju, ásamt ýms­um öðrum sam­særis­kenn­ing­um, sem dreifast á milli not­enda á lokuðum spjall­borðum og sam­skiptamiðlum. GRD tel­ur lík­legt að dul­kóðaðir sta­f­ræn­ir vett­vang­ar muni á næstu árum enn auka áhrif á of­beld­is­fulla öfga­hyggju og þá sér­stak­lega á meðal ungs fólks,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Her­ská­ir hóp­ar meira áber­andi

Þar seg­ir enn frem­ur að á síðustu árum hafi her­ská­ir hóp­ar og sam­tök hægris­innaðra öfga­manna orðið áber­andi í ríkj­um Evr­ópu og þeirri þróun hafi fylgt fjölg­un of­beld­is­verka sem rekja megi til hat­urs viðkom­andi á inn­flytj­end­um og múslim­um auk þess sem spjót­um hafi verið beint að rík­is­valdi, póli­tísk­um and­stæðing­um, minni­hluta­hóp­um og hinseg­in fólki.

Fram kemur í skýrslunni að óvissa um hryðjuverkaógn fari vaxandi …
Fram kem­ur í skýrsl­unni að óvissa um hryðju­verka­ógn fari vax­andi á Íslandi og á hinum Norður­lönd­un­um ekki síst vegna mögu­leika hryðju­verka­sam­taka að koma á fram­færi áróðurs­boðskap á in­ter­net­inu og sam­fé­lags­miðlum í því skyni að hvetja til hryðju­verka. Ljós­mynd/​Colour­box

Hryðju­verka­sam­tök aldrei átt jafn greiðan aðgang að fólki

Þá kem­ur fram að aldrei áður hafi hryðju­verka­sam­tök átt jafn greiðan aðgang að ein­stak­ling­um um heim all­an og aldrei áður hafi þeir sem aðhyll­ast of­beld­is­full­ar öfga­stefn­ur átt jafn auðvelt með að efna til per­sónu­legra tengsla við fólk um víða ver­öld.

Tekið er fram að það valdi vax­andi áhyggj­um að ein­stak­ling­ar eigi sí­fellt greiðari aðgang að áróðurs­efni þar sem of­beldi sé upp­hafið og lofað. Aðgang­ur að slíku efni á net­inu geti valdið því að viðkom­andi ger­ist öfga­full­ur og til­bú­inn til að gang­ast fyr­ir óhæfu­verk­um án þess þó að hann ger­ist nauðsyn­lega hand­geng­inn sjálfri hug­mynda­fræðinni eða gangi til liðs við hryðju­verka­sam­tök.

At­hygl­in bein­ist að sjálfsprottn­um öfga­mönn­um

„Víða á Vest­ur­lönd­um bein­ist at­hygl­in að slík­um „sjálfsprottn­um“ (e. selfra­dicalizati­on) öfga­mönn­um sem iðulega vekja litla eða enga at­hygli fyrr en þeir láta til skar­ar skríða. Á und­an­förn­um mánuðum hafa sam­tök­in Ríki íslams lagt á það vax­andi áherslu í áróðri sín­um að hvetja menn til að fremja hryðju­verk í heima­lönd­um sín­um,“ seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert