Það verður víða lítilsháttar væta á landinu í dag en það styttir upp um landið norðaustanvert. Hitinn verður 6-15 stig og verður hlýjast á Austurlandi. Í kvöld bætir í vind og úrkomu.
Á morgun verða ákveðin umskipti í veðrinu en eftir langan hlýindakafla kólnar í veðri. Spáð er suðvestan 8-15 m/s með éljum eða slydduéljum en það verður bjart að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn verður 0 til 8 stig og verður hlýjast fyrir austan.
Á laugardag er því spáð að það fari að snjóa víða um landið og á sunnudag verður snjókoma eða él en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti um eða undir frostmarki, en 0 til 5 stig vestantil yfir daginn.