Él og snjókoma í kortunum

Eftir langan hlýindakafla kólnar í veðri á morgun og á …
Eftir langan hlýindakafla kólnar í veðri á morgun og á laugardaginn er spáð snjókomu víða um land. mbl.is/Árni Sæberg

Það verður víða lít­ils­hátt­ar væta á land­inu í dag en það stytt­ir upp um landið norðaust­an­vert. Hit­inn verður 6-15 stig og verður hlýj­ast á Aust­ur­landi. Í kvöld bæt­ir í vind og úr­komu.

Á morg­un verða ákveðin um­skipti í veðrinu en eft­ir lang­an hlý­indakafla kóln­ar í veðri. Spáð er suðvest­an 8-15 m/​s með élj­um eða slydduélj­um en það verður bjart að mestu á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi. Hit­inn verður 0 til 8 stig og verður hlýj­ast fyr­ir aust­an.

Á laug­ar­dag er því spáð að það fari að snjóa víða um landið og á sunnu­dag verður snjó­koma eða él en úr­komu­lítið á Suðvest­ur- og Vest­ur­landi. Hiti um eða und­ir frost­marki, en 0 til 5 stig vest­an­til yfir dag­inn.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert