Fékk hæsta styrkinn sem hægt er að fá

Hér er Viktor fyrir framan Imperial-háskóla í Lundúnum, en hann …
Hér er Viktor fyrir framan Imperial-háskóla í Lundúnum, en hann segist gífurlega þakklátur að hafa hlotið þennan góða námsstyrk. Ljósmynd/Viktor Ellingsson

Vikt­or Ell­ings­son, sem stund­ar doktors­nám í efna­fræði við Im­per­ial Col­l­e­ge í London, fékk hæsta styrk sem skól­inn veit­ir, svo­kallaðan for­seta­styrk fyr­ir doktors­námið. „Það er gíf­ur­leg sam­keppni um að fá þenn­an styrk, enda gjör­breyt­ir það allri stöðunni fyr­ir nem­andann, því við fáum bæði laun og öll skóla­gjöld eru borguð, en þau eru dýr í Bretlandi,“ seg­ir Vikt­or, sem kveðst afar þakk­lát­ur fyr­ir að hafa fengið styrk­inn.

Vikt­or seg­ist alltaf hafa verið heillaður af efna­fræði. „Efna­fræðin gat út­skýrt svo mikið út frá frum­hug­tök­um, atóm­un­um, grunn­bygg­ing­arein­ing­um sýni­lega heims­ins, og það lá beint við að læra hana eft­ir mennta­skól­ann.“

Hann lauk grunn­námi í efna­fræði við Há­skóla Íslands. „Um leið og ég byrjaði í nám­inu ákvað ég að reyna að kom­ast inn í góðan skóla og lagði áherslu á að standa mig vel, fá góðar ein­kunn­ir, og liður í því var að ég sótti um styrk í HÍ til að kom­ast í sum­ar­nám í Stan­ford-há­skóla og fékk styrk til þess sum­arið 2019.“

Vikt­or út­skrifaðist svo með fyrsta flokks ein­kunn. „Ég var með ágæt­is­ein­kunn úr Há­skóla Íslands og fékk styrk úr Verðlauna­sjóði Guðmund­ar P. Bjarna­son­ar frá Sýruparti árið 2021 fyr­ir náms­ár­ang­ur.“

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu sem kom út á miðviku­dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert