Fjölskyldufaðir unnið þrisvar í happdrætti í vetur

Fjölskyldufaðirinn hefur unnið samanlagt þrjár milljónir og 20 þúsund krónur.
Fjölskyldufaðirinn hefur unnið samanlagt þrjár milljónir og 20 þúsund krónur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Happ­drætti Há­skóla Íslands virðist vera búið að finna heppn­asta mann Íslands. Maður­inn, sem er í til­kynn­ingu frá HHÍ, sagður vera fjöl­skyldufaðir af lands­byggðinni vann 2,5 millj­ón króna á tromp­miða í happ­drætt­inu í kvöld. Þá vann hann hálfa millj­ón í síðasta mánuði, og vann líka 20 þúsund krón­ur á ann­an miða í kvöld. 

„Hann var að von­um glaður og ætlaði ekki að trúa því að hann hefði aft­ur unnið svo háa upp­hæð. Spurður hvað hann hygðist gera við pen­ing­inn sagðist hann ekki vera far­inn að hugsa svo langt en nefndi að það gæti verið gam­an að taka eig­in­kon­una og börn­in til út­landa í haust,“ seg­ir í til­kynn­ingu HHÍ. 

Níu miðaeig­end­ur unnu eina millj­ón hver í kvöld og 18 miðaeig­end­ur unnu hálfa millj­ón hver.  Í heild­ina voru tæp­lega 150 millj­ón­ir króna dregn­ar út í kvöld og skipt­ust þær á milli 4.200 miðahafa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert