Gæslan áfram með þrjár þyrlur

Leiguverð er um átta milljarðar kr.
Leiguverð er um átta milljarðar kr. mbl.is/Árni Sæberg

Leigu­samn­ing­ar um björg­un­arþyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa verið end­ur­nýjaðir til næstu sjö ára.

Mun Gæsl­an því áfram hafa til af­nota þær þrjár þyrl­ur sem hún hef­ur haft í sinni þjón­ustu und­an­farið. Kostnaður rík­is­ins verður um átta millj­arðar króna á leigu­tím­an­um, en þetta verður í fyrsta skipti sem all­ar þrjár þyrlurn­ar eru á nýj­um leigu­samn­ing­um allt árið. Gæsl­an seg­ir tæk­in hafa skipt sköp­um við krefj­andi björg­un­araðstæður. 

Um er að ræða þyrlurn­ar TF-EIR, sem er af ár­gerð 2010, TF-GRO, ár­gerð 2010, og TF-GNA, ár­gerð 2014. Þær komu til lands­ins á ár­un­um 2019-2021.

„Það er afar ánægju­legt að nýr leigu­samn­ing­ur fyr­ir björg­un­arþyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar sé orðinn að veru­leika,“ sagði Ásgeir Er­lends­son þegar leitað var viðbragða stofn­un­ar­inn­ar við tíðind­un­um.

„Leit­ar- og björg­un­arþyrlurn­ar TF-EIR, TF-GNA og TF-GRO hafa reynst sér­lega vel við krefj­andi aðstæður á hafsvæðinu um­hverf­is Ísland á und­an­förn­um árum og munu áfram verða í flug­flota Land­helg­is­gæsl­unn­ar næstu sjö árin hið minnsta.“

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert