Gæsluvarðhald yfir táningsstúlkunum framlengt

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæslu­v­arðhald yfir tveim­ur tán­ings­stúlk­um sem voru hand­tekn­ar fyr­ir stór­felld­an fíkni­efna­flutn­ing á Kefla­vík­ur­flug­velli hef­ur verið fram­lengt um fjór­ar vik­ur eða til 5.maí.

Þetta staðfest­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í sam­tali við mbl.is. Stúlk­urn­ar, sem komu til lands­ins frá Þýskalandi, voru hand­tekn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli þann 30.mars fyr­ir inn­flutn­ing á 20 þúsund fölsuðum Oxycont­in-töfl­um.

Önnur þeirra er sautján ára að verða átján, og því und­ir lögaldri, en hin er fædd árið 2005 og verður tví­tug á þessu ári. Báðar eru þær með evr­ópskt rík­is­fang.

Einn hand­tek­inn í nótt

„Rann­sókn­in er í full­um gangi og hún er unn­in í sam­starfi við er­lend lög­reglu­yf­ir­völd,“ seg­ir Úlfar við mbl.is.

20 manns hafa verið í gæslu­v­arðhaldi hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um, þar af eru 15 ein­stak­ling­ar vegna inn­flutn­ings á fíkni­efn­um í gegn­um Kefla­vík­ur­flug­völl. 

Úlfar seg­ir að í dag bæt­ist þrír við þenn­an hóp, einn vegna inn­flutn­ings á fíkni­efn­um í máli sem upp kom í nótt og tveir vegna vænt­an­legs brott­flutn­ings úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert