Gefa 5.000 nýfæddum börnum veglega gjöf

„Barnabónus er veglegur upphafspakki með nauðsynlegum vörum sem ættu að …
„Barnabónus er veglegur upphafspakki með nauðsynlegum vörum sem ættu að nýtast vel hinu nýfædda barni og foreldrum þess á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu,“ er haft eftir Björgvini Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónuss. Ljósmynd/Aðsend

Öll börn fædd árið 2025 fá gef­ins Barna­bón­us. Barna­bón­us er nýtt verk­efni sem Bón­us hef­ur hleypt af stokk­un­um til að styðja við bakið á barna­fjöl­skyld­um og létta þeim lífið.

„Barna­bón­us er veg­leg­ur upp­hafspakki með nauðsyn­leg­um vör­um sem ættu að nýt­ast vel hinu ný­fædda barni og for­eldr­um þess á fyrstu mánuðunum eft­ir fæðingu,“ er haft eft­ir Björg­vini Vík­ings­syni, fram­kvæmda­stjóra Bón­uss, úr frétta­til­kynn­ingu.

Í pakk­an­um er meðal ann­ars að finna ung­barnagalla, blei­ur, blautþurrk­ur, tann­bursta og tann­krem, dömu­bindi, snuð, krem, and­lit­skrem fyr­ir móður­ina, leka­hlíf­ar og Milt þvotta­efni. For­eldr­ar geta skráð sig á bonus.is/​barna­bonus.

„Við erum af­skap­lega þakk­lát fyr­ir hve vel sam­starfsaðilar okk­ar tóku í þessa hug­mynd og hjálpuðu okk­ur að gera hana að veru­leika,“ er haft eft­ir Björg­vini.

Sjálfboðaliðar verkefnisins fara yfir stöðuna.
Sjálf­boðaliðar verk­efn­is­ins fara yfir stöðuna. Ljós­mynd/​Aðsend

„Létta á fjár­hags­á­hyggj­um hjá ný­bökuðum for­eldr­um“

„Hug­mynd­in að Barna­bón­us kem­ur upp­runa­lega frá Finn­landi en Barna­boxið þar í landi hef­ur verið eitt af þekkt­ustu og áhrifa­rík­ustu fé­lags­legu verk­efn­um Finna frá því fyr­ir miðja 20. öld,“ er haft eft­ir Björg­vini.

Finnska ríkið kom Barna­box­inu á fót árið 1938 til að styðja við nýja for­eldra og draga úr fá­tækt sem þá var út­breidd í land­inu. Gjöf­in átti að tryggja að for­eldr­ar ný­fæddra barna hefðu aðgang að nauðsyn­leg­um vör­um og búnaði og að öll börn fengju sömu tæki­færi í upp­hafi, óháð efna­hag for­eldr­anna.

Barna­bón­us er hug­mynd af svipuðum toga og eru vör­urn­ar í kass­an­um vald­ar í sam­vinnu við fag­fólk, meðal ann­ars Helgu Reyn­is­dótt­ur ljós­móður.

„Í box­inu verða vör­ur fyr­ir barnið en þessi tími, fyrst eft­ir fæðingu, er tími breyt­inga, undra og upp­götv­ana,“ er haft eft­ir Helgu úr til­kynn­ing­unni. Því sé mik­il­vægt fyr­ir for­eldra að þau séu í jafn­vægi og sinni vel sinni and­legu og lík­am­legu heilsu.

„Svona gjöf er stór liður í því að auka vellíðan á þess­um tíma og létta á fjár­hags­á­hyggj­um hjá ný­bökuðum for­eldr­um.“

Allt í allt er gert ráð fyrir að gefa 5.000 …
Allt í allt er gert ráð fyr­ir að gefa 5.000 Barna­bón­us­box á þessu ári, sam­tals að and­virði a.m.k. 150 millj­óna króna. Ljós­mynd/​Aðsend

5.000 Barna­bón­us­box á ár­inu

„Það er mik­il vinna sem ligg­ur að baki svona verk­efni,“ er haft eft­ir Björg­vini, en Bón­us naut aðstoðar fjölda sjálf­boðaliða sem gefa vinnu sína til styrkt­ar Gleym mér ei.

„Ein af lyk­il­stoðum verk­efn­is­ins er að styðja við öll börn í land­inu og því telj­um við mik­il­vægt að styðja við bakið á öll­um for­eldr­um og það er heiður að styrkja fé­lag eins og Gleym mér ei,” er haft eft­ir verk­efna­stjóra verk­efn­is­ins, Pétri Sig­urðssyni.

Allt í allt er gert ráð fyr­ir að gefa 5.000 Barna­bón­us­box á þessu ári, sam­tals að and­virði a.m.k. 150 millj­óna króna.

„Von­andi verða gjaf­irn­ar mik­il bú­bót fyr­ir fjöl­skyld­ur á þess­um tíma­mót­um í lífi þeirra og létta und­ir með þeim, en eins og við vit­um öll þá fylg­ir því ær­inn kostnaður að eign­ast barn.“

Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert