Hætta á að prófspurningar berist á milli

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Skyldu­bundni mats­fer­ill­inn sem leysa á gömlu sam­ræmdu könn­un­ar­próf­in af hólmi er alls ekki sam­ræmd­ur.

    Þetta seg­ir Jón Pét­ur Zimsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi skóla­stjóri og kenn­ari, sem ræðir við Hólm­fríði Maríu Ragn­hild­ar­dótt­ur í Dag­mál­um.

    Hann tel­ur hættu á að prófa­bank­inn sem notaður verði í mats­ferli kom­ist í hend­ur for­eldra, sem geti m.a. fengið hann með því að óska eft­ir hon­um. For­dæmi séu fyr­ir því hjá úr­sk­urðar­nefnd upp­lýs­inga­mála í tengsl­um við sam­ræmdu könn­un­ar­próf­in.

    Halda ætti sam­ræmd könn­un­ar­próf og svo loka­próf

    Þá vek­ur hann at­hygli á því að mats­fer­ill­inn prófi aðeins hluta af þeim hæfniviðmiðum sem nem­end­ur eiga að hafa til­einkað sér, og þá aðeins í ís­lensku og stærðfræði.

    Jón Pét­ur tel­ur að halda þurfi sam­ræmd könn­un­ar­próf í 4., 7. og 9. bekk á grund­velli nú­gild­andi laga um grunn­skóla.

    Þá þurfi jafn­framt að halda loka­próf úr grunn­skól­um til að gæta sann­girn­is milli nem­enda.

    Rann­sókn­ir hafa enda sýnt að án sam­ræmdra prófa hall­ar á nem­end­ur vissra skóla, meðal ann­ars af lands­byggðinni, við mat á skóla­ein­kunn­um þeirra við út­skrift. Þetta hafa skóla­yf­ir­völd neitað að horf­ast í augu við.

    Fjög­urra vikna gluggi

    Frum­varp um nýtt náms­mat, svo­kallaðan mats­fer­il, er nú til meðferðar hjá þing­inu. Inn­leiðingu hans var flýtt í kjöl­far um­fjöll­un­ar Morg­un­blaðsins og mbl.is á síðasta ári.

    Minni­hlut­inn í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hef­ur skilað inn áliti vegna frum­varps­ins þar sem skyldu­bundni hluti mats­fer­ils­ins er gagn­rýnd­ur. Jón Pét­ur á þar sæti.

    Hann bend­ir á að nem­end­ur hafi fjög­urra vikna glugga til að leysa mats­fer­il­inn sem er skyldu­bund­inn. Þar með sé hætta á að pró­fa­spurn­ing­ar ber­ist á milli skóla.

    „Það er verið að meta skóla, bekki, nem­end­ur, sveit­ar­fé­lög og allt mennta­kerfið út frá þess­um próf­um. Þannig að það er mikið und­ir að ná góðum ár­angri. Þannig að hætt­an við það að, þegar þú tek­ur þetta ekki allt á sama tíma á sama degi – þá er tölu­verð hætta á að prófið smit­ist á milli skóla.“

    Að sögn Jóns Péturs verða prófin óbreytt á milli ára …
    Að sögn Jóns Pét­urs verða próf­in óbreytt á milli ára þannig að kenn­ar­ar verða meðvitaðir um hvaða spurn­ing­ar munu koma þar fram þegar þau hafa verið lögð fram einu sinni. mbl.is/​Hari

    Kennt til prófs­ins

    Hann seg­ir flesta vilja ná ár­angri, sama hvort það séu kenn­ar­ar, skóla­stjórn­end­ur, nem­end­ur eða for­eldr­ar.

    Að sögn Jóns Pét­urs verða próf­in óbreytt á milli ára þannig að kenn­ar­ar verða meðvitaðir um hvaða spurn­ing­ar munu koma þar fram þegar þau hafa verið lögð fram einu sinni. 

    „Þá er mjög lík­legt að þú kenn­ir til prófs­ins þannig að ár­ang­ur­inn verður mögu­lega betri en efni stend­ur til. Og þetta á síðan að nota til að meta hvernig skól­ar standa, hvernig börn standa og hvernig sveit­ar­fé­lög standa. Það er eng­in sam­ræm­ing í þessu og það er al­veg ljóst öll­um sem vilja sjá.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert