Kjötvinnslan við Álfabakka metin

Kjötvinnslan var stöðvuð á meðan húsið var klárað.
Kjötvinnslan var stöðvuð á meðan húsið var klárað. mbl.is/Árni Sæberg

Þrett­án um­sagn­ir hafa borist um fyr­ir­hugaða kjötvinnslu við Álfa­bakka 2, sem er til kynn­ing­ar í Skipu­lags­gátt. Kjötvinnsla af þess­ari stærðargráðu er til­kynn­ing­ar­skyld til Skipu­lags­stofn­un­ar um mat á um­hverf­isáhrif­um. Um­sagn­ar­frest­ur er til 15. apríl.

Í um­sögn Mat­væla­stofn­un­ar kem­ur fram að stofn­un­in hafi ekki ástæðu til að ætla að um­rædd staðsetn­ing hafi í för með sér sér­staka hættu á meng­un mat­væla og tel­ur hún sig því ekki hafa for­send­ur til að gera at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi mat á um­hverf­isáhrif­um.

Íbúar gera at­huga­semd­ir

Aðrar um­sagn­ir í gátt­inni eru frá ein­stak­ling­um sem and­mæla fram­kvæmd­inni og snúa fyrst og fremst að um­fangi bygg­ing­ar­inn­ar og fyr­ir­hugaðrar starf­semi þar. Um­sagnaraðilar hafa áhyggj­ur að lykt­ar­meng­un og um­ferð þunga­flutn­inga í íbúðargötu við íþrótta­svæði. Gerðar eru at­huga­semd­ir um hvernig staðið var að kynn­ingu. Bent er á að svæðið sé skipu­lagt sem versl­un­ar- og þjón­ustu­svæði og um­fang og starf­semi þess­ar­ar bygg­ing­ar eigi heima á at­vinnusvæði.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert