Engar stórvægilegar breytingar eru lagðar til í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar við frumvarp um fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Nefndarálitið var afgreitt úr nefndinni í morgun til annarrar umræðu í þinginu.
Að sögn Önnu Láru Jónsdóttur, formanns nefndarinnar úr Samfylkingu, og Stefáns Vagns Stefánssonar, nefndarmanns úr Framsóknarflokki, voru breytingar litlar sem engar á frumvarpinu. Tvö álit voru send um frumvarpið og voru þær frá Kauphöllinni og Viðskiptaráði.
Íslenska ríkið á 42,5% hlut í bankanum. Sala á hlutum ríkisins er fyrirhuguð með útboði á fyrri helmingi ársins þar sem almenningur hefur forgang á lögaðila og eiga lög sem sett voru á síðasta ári að tryggja að við framkvæmdina á útboðsferlinu verði viðhöfð hlutlægni, hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi.