Litlar athugasemdir við frumvarp um sölu á bankanum

Eng­ar stór­vægi­leg­ar breyt­ing­ar eru lagðar til í nefndaráliti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar við frum­varp um fyr­ir­hugaða sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. 

Nefndarálitið var af­greitt úr nefnd­inni í morg­un til annarr­ar umræðu í þing­inu.

Að sögn Önnu Láru Jóns­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar úr Sam­fylk­ingu, og Stef­áns Vagns Stef­áns­son­ar, nefnd­ar­manns úr Fram­sókn­ar­flokki, voru breyt­ing­ar litl­ar sem eng­ar á frum­varp­inu. Tvö álit voru send um frum­varpið og voru þær frá Kaup­höll­inni og Viðskiptaráði. 

Íslenska ríkið á 42,5% hlut í bank­an­um. Sala á hlut­um rík­is­ins er fyr­ir­huguð með útboði á fyrri helm­ingi árs­ins þar sem al­menn­ing­ur hef­ur for­gang á lögaðila og eiga lög­ sem sett voru á síðasta ári að tryggja að við fram­kvæmd­ina á útboðsferl­inu verði viðhöfð hlut­lægni, hag­kvæmni, jafn­ræði og gagn­sæi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert