Nýr hvalaskoðunarbátur á Húsavík

Arnar Sigurðsson um borð í Vini.
Arnar Sigurðsson um borð í Vini. mbl.is/Þorgeir

Nýr hvala­skoðun­ar­bát­ur Sjó­ferða Arn­ars á Húsa­vík kom til Ak­ur­eyr­ar í vik­unni en bát­ur­inn, sem ber nefnið Vin­ur, var keypt­ur í Nor­egi og siglt hingað til lands. Bát­ur­inn var smíðaður árið 1980, er 20 metr­ar að lengd og tek­ur 48 farþega.

Sjó­ferðir Arn­ars eru með ann­an bát í hvala­skoðun­ar­ferðum og heit­ir sá Moby Dick. Seg­ir Arn­ar Sig­urðsson eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, sem sjá má á mynd­inni, að góður gang­ur sé í hvala­skoðun­ar­ferðum á Skjálf­anda, þótt lít­ils hátt­ar sam­drátt­ur hafi verið í fyrra.

Hafi lé­leg­ar gæft­ir ráðið þar mestu um og hafi 50 dag­ar farið í súg­inn vegna brælu. Hann seg­ir að bók­un­arstaðan sá góð og tals­vert af hval á Skjálf­anda, höfr­ung­ar, há­hyrn­ing­ar og hnúfu­bak­ur, sem mest sé af.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert