Olíuverðslækkun skilað sér að litlu leyti

Framkvæmdastjóri FÍB vill að verðlagning olíuvara í smásölu fylgi heimsmarkaðsverði …
Framkvæmdastjóri FÍB vill að verðlagning olíuvara í smásölu fylgi heimsmarkaðsverði betur en nú er. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrátt fyr­ir að olíu­verð hafi lækkað á heims­markaði og banda­ríkja­dal­ur veikst hef­ur það ekki skilað sér nema að litlu leyti út í verðlag á bens­íni og dísi­lol­íu hér á landi, en það sem af er þess­um mánuði hef­ur heims­markaðsverð á olíu farið, um­reiknað í ís­lensk­ar krón­ur, niður um 7-8 krón­ur á lítr­ann.

Þetta seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda, FÍB, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Ekki lækkað eins og bú­ast hefði mátt við

Hann seg­ir þó að virða megi olíu­fé­lög­un­um það til vorkunn­ar að um miðjan sl. mánuð hafi verðið verið á svipuðum slóðum og nú. Hann nefn­ir einnig að nýir skatt­ar á eldsneyti hafi tekið gildi um sl. ára­mót.

Þannig hafi kol­efn­is­gjald á hvern bens­ín­lítra hækkað úr 11,70 krón­um í 18,60 krón­ur og á dísi­lol­íu úr 13,45 krón­um í 21,40 krón­ur. Þá hafi bæði bens­ín- og dísi­lol­íu­gjöld einnig hækkað og þannig hafi bens­ín­lítr­inn hækkað um 12 krón­ur með virðis­auka­skatti um ára­mót.

„En verðið hér á landi hef­ur ekki lækkað eins og bú­ast hefði mátt við,“ seg­ir Run­ólf­ur og bend­ir hann á danska markaðinn þar sem verð hef­ur lækkað um 5-6 krón­ur á sama tíma og það hef­ur lækkað um hálfa til eina krónu á lítr­ann hér á landi.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert