Öryggisstofnun tekur við hættulegum einstaklingum

Öryggisstofnun verður sett á laggirnar. Mun hún m.a. fara með …
Öryggisstofnun verður sett á laggirnar. Mun hún m.a. fara með málefni einstaklinga sem ljúka afplánun en eru hættulegir sjálfum sér og öðrum. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg/Sigurður Bogi.

Alma Möller, heil­brigðisráðherra, seg­ir að mörg of­beld­is­mál sem komið hafa upp að und­an­förnu hafi leitt til þess að sér­stök áhersla var lögð á að setja á fót ör­ygg­is­stofn­un.

Til­gang­ur henn­ar er m.a. að huga að mál­um ein­stak­linga sem fallið hafa á milli skips og bryggju í kerf­inu og þykja hættu­leg­ir sjálf­um sér og öðrum í sam­fé­lag­inu.

Sam­hliða var til­kynnt um að rým­um á ör­ygg­is­geðdeild verði fjölgað úr átta í sex­tán.

„Það hafa komið upp mál að und­an­förnu sem sýnt hafa fram á hve þörf­in er brýn og hve mik­il­vægt er að taka heild­stætt á þeim. Þessi at­vik hafa virki­lega sýnt fram á nauðsyn þess að finna úrræði sem virk­ar,“ seg­ir Alma.

Eitt þeirra mála sem Alma vís­ar til er mál Al­freðs Erl­ings Þórðar­son­ar sem myrti hjón í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra. Al­freð var met­inn ósakhæf­ur og var þar með sýknaður af refsi­kröfu ákæru­valds­ins. Þrátt fyr­ir ósakhæfi komst dóm­ur­inn að þeirri niður­stöðu að Al­freð hefði orðið hjón­un­um að bana. Al­freð framdi voðaverkið nokkr­um vik­um eft­ir að hafa verið úr­sk­urðaður í nauðung­ar­vist­un á geðdeild. Var hann út­skrifaður af geðdeild­inni að eig­in ósk og féll úr­sk­urður­inn þar með úr gildi.

Rým­um bætt við á Kleppi 

Að sögn Ölmu verður ör­ygg­is­geðdeild­in staðsett á Kleppi. Þar er nú pláss fyr­ir átta ein­stak­linga en þau verða sex­tán eft­ir fram­kvæmd­irn­ar.

Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in um hvort þess­ir ein­stak­ling­ar verði vistaðir í geðhúsi sem til stend­ur að reisa. Ekki hef­ur fund­ist lóð und­ir húsið en að sögn Ölmu er virkt sam­tal við Reykja­vík­ur­borg um að finna geðhús­inu staðsetn­ingu. Þá á hún von á því að kostnaður við það verði út­listaður í fjár­mála­áætl­un næsta árs.

„Rétt­ar- og ör­ygg­is­deild­in verður stækkuð inni á Kleppi. Til lengri tíma gæti þurft fleiri rými. Hins veg­ar er þetta sá fjöldi rýma sem Land­spít­al­inn hef­ur beðið um,“ seg­ir Alma. 

Öryggisrýmum verður fjölgað á Kleppi.
Örygg­is­rým­um verður fjölgað á Kleppi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sam­hæfð ör­yggis­vist­un 

Nú stend­ur til að setja á fót ör­ygg­is­stofn­un. Hvaða til­gangi þjón­ar hún?

„Hún er á veg­um fé­lags- og hús­næðisráðuneyt­is­ins. En hug­mynd­in er sú að þessi stofn­un taki við eft­ir afplán­un dóma. Að þetta verði þrepa­skipt úrræði eft­ir því hvað hver og einn þarf. Núna er fólk sem þarf ör­yggis­vist­un staðsett hér og þar. En með þessu verður mála­flokk­ur­inn sam­hæfður bet­ur,“ seg­ir Alma.

Verður auk­in ör­ygg­is­gæsla heim­iluð und­ir þess­um hatti?

„Það hef­ur al­veg vantað úrræði fyr­ir fólk sem klár­ar afplán­un, fólk sem er jafn­vel hættu­legt sjálfu sér og öðrum. Þetta fólk get­ur verið mis­jafnt og ætl­un­in er að sam­hæfa þessi mál á milli sveit­ar­fé­laga og heil­brigðis­kerf­is og ann­ars,“ seg­ir Alma.

Lög­um breytt 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá rík­is­stjórn­inni um ör­ygg­is­stofn­un og stækkaða ör­ygg­is­geðdeild að Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra muni leggja fram frum­varp um breyt­ing­ar á VII. kafla al­mennra hegn­ing­ar­laga, sem fjall­ar um ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir, sem og eft­ir at­vik­um fleiri laga sem að mála­flokkn­um lúta. 

Þá mun ráðuneyti Ölmu Möller vinna frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um rétt­indi sjúk­linga sem varða nauðung í heil­brigðisþjón­ustu vegna þess­ara breyt­inga.

Verða að vera til heim­ild­ir 

„Við vilj­um helst ekki beita nauðung í heil­brigðisþjón­ustu, t.d. inni á geðdeild. En það get­ur verið nauðsyn­legt í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um og það á að vinna það með hags­munaaðilum eins og Geðhjálp og fleir­um. En það er ljóst að al­veg ljóst að það verða vera til heim­ild­ir til að beita nauðung í neyðar­til­fell­um,“ seg­ir Alma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert