Styrkja kaup á nytjahjólum um 200.000

Nytjahjól eru dýr í innkaupum en geta nýst með sams …
Nytjahjól eru dýr í innkaupum en geta nýst með sams konar hætti og einkabílar og þannig dregið úr akstri og brennslu jarðefnaeldsneytis. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, hef­ur ákveðið að veita sér­staka styrki til kaupa á nytja­hjól­um í gegn­um Lofts­lags- og orku­sjóð. Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu verða styrk­irn­ir allt að 200.000 kr. eða að há­marki 1/​3 af kaup­verði hvers hjóls.

Nytja­hjól eru sér­stak­lega hönnuð til þess að flytja farm og farþega. Þau eru dýr í inn­kaup­um en geta nýst með sams kon­ar hætti og einka­bíl­ar og þannig dregið úr akstri og brennslu jarðefna­eldsneyt­is.

„Raf­bíla­væðing­in skipt­ir máli, en til þess að ná al­vöru ár­angri í lofts­lags­mál­um þurf­um við ekki síður að ýta und­ir breytt­ar ferðavenj­ur, vist­vænni og fjöl­breytt­ari ferðamáta sem gera líka sam­fé­lagið okk­ar skemmti­legra. Stuðning­ur við kaup á nytja­hjól­um er liður í þeirri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ er haft eft­ir ráðherra í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert