Þrif í Hvalfjarðargöngum og lokun á Hellisheiði

Fylgdarakstur verður vegna þrifa í Hvalfjarðargöngum í nótt, frá kl. …
Fylgdarakstur verður vegna þrifa í Hvalfjarðargöngum í nótt, frá kl. 00.00 til kl. 06.30 í fyrramálið. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fram­kvæmd­ir verða á fjöl­förn­um veg­um á Suðvest­ur­landi í nótt og geta haft áhrif á öku­menn á leið um Hell­is­heiði og Hval­fjarðargöng. Vega­gerðin sendi frá sér til­kynn­ingu þess efn­is í kvöld.

Hell­is­heiði verður lokað til vest­urs, áleiðis til Reykja­vík­ur kl. 00.00 í kvöld til kl. 03.00 í nótt vegna vinnu við ljós­leiðara.

Um­ferð til Reykja­vík­ur verður beint um Þrengsl­in, en heiðin verður opin fyr­ir um­ferð til aust­urs.

Þá verður fylgd­arakst­ur vegna þrifa í Hval­fjarðargöng­um í nótt, frá kl. 00.00 til kl. 06.30 í fyrra­málið.

Um­ferð verður stöðvuð við ganga­munna uns fylgd­ar­bíll kem­ur en veg­far­end­ur eru beðnir um að aka með gát þar sem flug­hálka get­ur mynd­ast. Reikna má með allt að 20 mín­útna bið á milli ferða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert