Tillaga um að ljúka uppgjöri ÍL-sjóðs samþykkt

Mikill meirihluti samþykkti tillöguna.
Mikill meirihluti samþykkti tillöguna. mbl.is/Golli

Til­laga ÍL-sjóðs um að ljúka upp­gjöri hans hef­ur verið samþykkt en breyt­ing­ar á skil­mál­um HFF-bréfa var samþykkt af eig­end­um bréf­anna í dag. Eig­end­ur eru í flest­um til­fell­um ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

Fund­ur skulda­bréfa­eig­enda ÍL-sjóðs í flokk­un­um HFF34 og HFF44 fór fram í dag. Á fund­in­um var lögð fram til­laga að skil­mála­breyt­ingu bréf­anna sem heim­il­ar út­gef­anda að gera bréf­in upp með af­hend­ingu til­tek­inna eigna.

Til­lag­an er niðurstaða rúm­lega eins árs viðræðna ráðgjafa 18 líf­eyr­is­sjóða, sem sam­an fara með meiri­hluta skulda sjóðsins, og viðræðunefnd­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Mik­ill meiri­hluti samþykkti

81,4% eig­enda að kröfu­fjár­hæð sem greiddu at­kvæði á fund­in­um um HFF34-flokk­inn, samþykktu til­lög­una, sem telst þá bind­andi fyr­ir alla eig­end­ur til jafns.

81,6% eig­enda að kröfu­fjár­hæð sem greiddu at­kvæði á fund­in­um um HFF44-flokk­inn, samþykktu til­lög­una, sem telst þá bind­andi fyr­ir alla eig­end­ur til jafns.

Á vef Alþing­is var 8. apríl birt frum­varp til fjár­auka­laga. Verði frum­varpið að lög­um hef­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðherra nauðsyn­leg­ar heim­ild­ir Alþing­is til að hægt sé að ganga til upp­gjörs í sam­ræmi við til­lög­una sem er for­senda þess að mögu­legt sé að slíta ÍL-sjóði, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sam­kvæmt til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að út­gef­andi til­kynni kröfu­hafa með sjö daga fyr­ir­vara að lág­marki ef hann ákveður að nýta heim­ild til upp­gjörs. Þann 14. júní 2025 fell­ur til­lag­an úr gildi.

Fagn­ar ákvörðun skulda­bréfa­eig­enda

Haft er eft­ir Daða Má Kristó­fers­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í til­kynn­ing­unni að hann fagni ákvörðun skulda­bréfa­eig­enda um að samþykkja til­boðið.

„Þá vil ég nota tæki­færið til þess að hrósa og þakka öll­um aðilum máls­ins fyr­ir að hafa leyst þetta flókna úr­lausn­ar­efni og kom­ast að sam­eig­in­legri niður­stöðu ís­lensku sam­fé­lagi til heilla,“ er haft eft­ir Daða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert