Vara við neyslu próteindrykkja og innkalla vörur

Innköllun Örnu miðast við Arna+ próteindrykki með súkkulaðibragði, jarðaberjabragði og …
Innköllun Örnu miðast við Arna+ próteindrykki með súkkulaðibragði, jarðaberjabragði og kaffibragði með „Best fyrir 15.04“-merkingu. Mynd/Arna ehf.

Arna ehf. í Bol­ung­ar­vík innkall­ar og var­ar við neyslu á Arna+ próteindrykkj­um með súkkulaðibragði, jarðarberja­bragði og kaffi­bragði sem eru með „Best fyr­ir 15.04“-merk­ingu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Þar kem­ur einnig fram að við gæðaeft­ir­lit hafi komið í ljós Bacillus cer­eus ör­vera sem geti valdið matareitrun.

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa þó borist um veik­indi af völd­um vör­unn­ar.

Neyt­end­um er bent á að neyta vör­unn­ar ekki og geta þeir skilað henni gegn end­ur­greiðslu í þeirri versl­un sem hún var keypt en einnig er hægt að hafa sam­band við skrif­stofu Örnu ehf. í síma 456-5600 eða á net­fang­inu arna@arna.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert