Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur skipað nýjan samráðshóp þingmanna vegna mótunar öryggis- og varnarstefnu.
Samráðshópurinn er skipaður þingmönnum allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi en hlutverk hópsins er að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland.
Þeir þingmenn sem eiga sæti í hópnum eru Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingunni, Ingibjörg Davíðsdóttir frá Miðflokknum, Sigurður Helgi Pálmason frá Flokki fólksins, Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokknum og Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir frá Sjálfstæðisflokknum.
Þorgerður Katrín hefur einnig skipað aðstoðarmann sinn, Aðalstein Leifsson varaþingmann, til þess að leiða störf hópsins.
Samkvæmt 3. gr varnarmálalaga ber Utanríkisráðherra ábyrgð á mótun og framkvæmd öryggis- og varnarstefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti.
Lesa má meira um málið á Vef Stjórnarráðsins.