Aðalsteinn leiðir hóp um öryggis- og varnarstefnu

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður, leiðir störf samráðshópsins.
Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður, leiðir störf samráðshópsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur skipað nýj­an sam­ráðshóp þing­manna vegna mót­un­ar ör­ygg­is- og varn­ar­stefnu. 

Sam­ráðshóp­ur­inn er skipaður þing­mönn­um allra stjórn­mála­flokka sem eiga sæti á Alþingi en hlut­verk hóps­ins er að fjalla um inn­tak og áhersl­ur ör­ygg­is- og varn­ar­stefnu fyr­ir Ísland.

Þeir þing­menn sem eiga sæti í hópn­um eru Dag­ur B. Eggerts­son frá Sam­fylk­ing­unni, Ingi­björg Davíðsdótt­ir frá Miðflokkn­um, Sig­urður Helgi Pálma­son frá Flokki fólks­ins, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son frá Fram­sókn­ar­flokkn­um og Þor­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir frá Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Þor­gerður Katrín hef­ur einnig skipað aðstoðarmann sinn, Aðal­stein Leifs­son varaþing­mann, til þess að leiða störf hóps­ins. 

Sam­kvæmt 3. gr varn­ar­mála­laga ber Ut­an­rík­is­ráðherra ábyrgð á mót­un og fram­kvæmd ör­ygg­is- og varn­ar­stefnu Íslands á alþjóðavett­vangi. Slík stefna hef­ur ekki áður verið sett fram með form­leg­um hætti. 

Lesa má meira um málið á Vef Stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert