Ákvörðun ráðherra endurspegli mikið þekkingarleysi

For­svars­menn Kvik­mynda­skóla Íslands lýsa mik­illi óánægju með þá ákvörðun Guðmund­ar Inga Krist­ins­son­ar, mennta- og barna­málaráðherra, að nem­end­ur skól­ans verði flutt­ir yfir í Tækni­skól­ann og út­skrif­ist þaðan. Stjórn­sýsla ráðuneyt­is­ins er hrein valdníðsla að þeirra mati.

Hlín Jó­hann­es­dótt­ir, rektor Kvik­mynda­skól­ans, sendi fjöl­miðlum yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins í kvöld en und­ir hana rit­ar hún ásamt kenn­ur­um og starfs­fólki skól­ans. Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að sú leið sem mennta- og barna­málaráðuneytið kynnti fyrr í dag end­ur­spegli mikið þekk­ing­ar­leysi á námi í kvik­mynda­gerð. 

„Það ætti flest­um að vera ljóst eft­ir und­an­farn­ar vik­ur að við, kenn­ar­ar og starfs­fólk Kvik­mynda­skóla Íslands erum til­bú­in til að leggja mikið á okk­ur til að verja hag okk­ar nem­enda og um leið verja þá miklu fag­mennsku og 30 ára reynslu sem Kvik­mynda­skóli Íslands býr yfir. Það er sam­dóma mat okk­ar að sú leið sem barna- og menn­ing­ar­málaráðuneytið hef­ur nú kynnt, sé ekki bara illa ígrunduð, held­ur end­ur­spegli mikið þekk­ing­ar­leysi á námi í kvik­mynda­gerð og beri hag nem­enda okk­ar á eng­an hátt fyr­ir brjósti. 

Þessi svo­kallaða lausn barna-og mennta­málaráðuneyt­is­ins er eng­in lausn, held­ur að okk­ar mati hrein valdníðsla. Það er erfitt að sjá hvað ligg­ur að baki eða hvert mark­mið ráðuneyt­is­ins er,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. 

„Ráðuneytið ætl­ar nú­ver­andi nem­end­um Kvik­mynda­skól­ans að ljúka yf­ir­stand­andi miss­eri í deild­um Tækni­skóla Íslands, sem eiga fátt skylt við nám í kvik­mynda­gerð. Tækni­skól­an­um er svo ætlað að út­færa sitt eigið kvik­mynda­nám, sem er vitað mál að tek­ur lang­an tíma.

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.
Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra. mbl.is/​Karítas

Hef­ur út­skrifað yfir 600 nem­end­ur

Það er al­gjör­lega litið fram­hjá sér­stöðu kvik­mynda­náms og margra ára viðræðum og vinnu Kvik­mynda­skól­ans og yf­ir­valda um að færa nám skól­ans á há­skóla­stig, að ekki sé talað um all­an þann kostnað sem rík­is­valdið hef­ur sett í þá vinnu. Tækni­skól­inn starfar á fram­halds­skóla­stigi.

Við minn­um á að Kvik­mynda­skóli Íslands hef­ur út­skrifað yfir 600 hundruð nem­end­ur úr sér­hæfðu námi í kvik­mynda­gerð. Kann­an­ir hafa sýnt að meiri­hluti þeirra nem­enda starfar al­farið við kvik­mynda­gerð að námi loknu og fjöl­marg­ir því til viðbót­ar starfa í at­vinnu­grein­um sem grund­vall­ast á sérþekk­ingu þeirra úr kvik­mynda­nám­inu við skól­ann,“ seg­ir þar enn­frem­ur.

Hef­ur þró­ast á löng­um tíma

Þá seg­ir að nám­skrá skól­ans, upp­bygg­ing sér­deild­anna og skipu­lag sam­starfs þeirra í milli hafi þró­ast á löng­um tíma af fag­mennsku sem komið hafi Kvik­mynda­skól­an­um á lista með sterk­um er­lend­um kvik­mynda­há­skól­um eft­ir alþjóðleg­ar út­tekt­ir og það þrátt fyr­ir að skól­inn hafi ekki enn fengið að starfa á há­skóla­stigi. 

„Skól­inn hef­ur haft á að skipa mörgu af okk­ar hæf­asta kvik­mynda­gerðafólki í hópi kenn­ara og stunda­kenn­ara. Teng­ing­in við ís­lensk­an kvik­myndaiðnað er sterk og það hef­ur sýnt sig að þörf­in fyr­ir út­skrifaða nem­end­ur með þá fagþekk­ingu sem skól­inn veit­ir er mik­il, svo þess að hægt sé að manna ís­lensk og er­lend verk­efni. Þá má minna á að i hópi út­skrifaðra nem­enda eru hand­haf­ar fjölda Eddu­verðlauna, Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs og til­nefn­ing­ar til Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­anna svo það sé nefnt.

Það er okk­ar ein­læga von að ekki verði farið í þá veg­ferð sem barna- og mennta­málaráðuneytið hef­ur boðað í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert