Alvarlegt umferðaslys varð á Siglufjarðarvegi við Grafará sunnan við Hofsós á níunda tímanum í kvöld.
Veginum hefur verið lokað á meðan unnið er á vettvangi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra en ekki liggja frekari upplýsingar fyrir að svo stöddu.