Bókaklúbbur Spursmála tekur flugið

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Nýr bóka­klúbb­ur hef­ur nú göngu sína und­ir merkj­um Spurs­mála. Þar eru tekn­ar fyr­ir bæk­ur sem hafa mót­andi áhrif á sam­fé­lagið og dýpkað geta skiln­ing fólks á þróun sam­fé­lags­ins, bæði hér heima og er­lend­is.

    Á vett­vangi klúbbs­ins verður ný bók tek­in fyr­ir í hverj­um mánuði og henni gerð skil með ýms­um hætti. Ritaðar verða grein­ar um efni og inni­hald þeirra og þá verða tek­in viðtöl við höf­unda, þýðend­ur og sér­fræðinga sem veitt geta betri inn­sýn í það hvaða fróðleik og þekk­ingu bæk­urn­ar miðla.

    Hér má skrá sig í klúbb­inn.

    Þótt bók­lest­ur hafi átt und­ir högg að sækja á síðustu árum hef­ur eng­inn miðill komið í skipt­um fyr­ir vel ritaða bók. Í því formi er með skil­virk­um hætti hægt að koma fram upp­lýs­ing­um af öllu tagi sem setja hluti í rétt sam­hengi fyr­ir fólk.

    Öflug­ir sam­starfsaðilar

    Bóka­klúbb­ur Spurs­mála á í öfl­ugu sam­starfi við fyr­ir­tæki sem vilja stuðla að aukn­um lestri og áhuga á bók­um. Þetta eru út­gerðarfé­lagið Brim, sem hef­ur lagt mikla áherslu á ís­lensku­kennslu á sín­um vett­vangi, Penn­inn/​Ey­munds­son, stærsta bóka­versl­un lands­ins, lækn­inga­vöru­fyr­ir­tækið Kerec­is sem lagt hef­ur mikla áherslu á efl­ingu ís­lenskr­ar tungu og Sam­sung en síðast­nefnd­ar fyr­ir­tækið hef­ur meðal ann­ars lagt mikla áherslu á að ís­lensk­an sé aðgengi­leg í snjall­tækj­um nú­tím­ans.

    Þátt­tak­an að kostnaðarlausu

    Þátt­taka í klúbbn­um er meðlim­um að kostnaðarlausu. Aðild­in veit­ir hins veg­ar af­slætti hjá Penn­an­um Ey­munds­son á þeim bók­um sem tekn­ar eru fyr­ir á hverj­um tíma, auk for­gangs að því efni sem gefið er út í tengsl­um við þær á vett­vangi klúbbs­ins. Klúbbmeðlim­ir munu einnig njóta for­gangs á þá viðburði sem klúbbur­inn stend­ur fyr­ir en þar á meðal eru viðtöl við höf­unda og aðra þá sem sérþekk­ingu hafa á því efni sem til um­fjöll­un­ar er hverju sinni.

    Fyrsta bók­in

    Fyrsta bók­in sem tek­in verður fyr­ir á vett­vangi Bóka­klúbbs Spurs­mála er ævi­saga Geirs H. Haar­de, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra. Það er bók sem vakti verðskuldaða at­hygli í jóla­bóka­flóðinu síðasta en þar fer Geir yfir fer­il sinn og ævi. Í bók­inni er nýju ljósi varpað á nú­tíma­at­b­urði sem mótað hafa sögu lands og þjóðar. Þar er einkum vísað til banka­hruns­ins sem dundi á þjóðinni árið 2008.

    Þeir sem vilja skilja hvað gerðist ör­laga­ríka daga í sept­em­ber og októ­ber 2008 geta ekki látið þessa bók fram hjá sér fara og Bóka­klúbbur­inn hyggst auka enn á þá þekk­ingaröfl­un sem felst í því að renna aug­um yfir frá­sögn Geirs.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert