Eigendaskipti á Mandi: Gamli eigandinn tekur við

Mandí í Skeifunni.
Mandí í Skeifunni.

Veit­ingastaður­inn Mandi hef­ur verið lokaður und­an­farn­ar tvær vik­ur. Á Face­book-síðu Mandi seg­ir að lokað sé vegna skipu­lags­breyt­inga. 

Að sögn Ragn­heiðar Þengils­dótt­ur, stjórn­ar­for­manns Veit­inga­fé­lags­ins ehf. og frá­far­andi eig­anda veit­ingastaðar­ins, er ástæðan sú að staður­inn hef­ur verið seld­ur til nýrra eig­enda.

Hún vildi ekki gefa upp hver nýr eig­and­inn er en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er nýr eig­andi staðar­ins Hlal Jarah sem jafn­framt stofnaði Mandi.

Veit­inga­fé­lagið ehf., sem meðal ann­ars rek­ur Hl­ölla­báta, keypti Mandi fyr­ir um tveim­ur árum. Veit­inga­fé­lagið er dótt­ur­fé­lag Fast­efl­is ehf. sem er í eigu Óla Vals Stein­dórs­son­ar sem jafn­framt er eig­inmaður Ragn­heiðar. 

Mandi hef­ur boðið upp á mið-aust­ur­lensk­an mat á þrem­ur stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu, í Hæðasmára 6, Faxa­feni 9 og Veltu­sundi 3b.

Í frétt Vís­is um málið seg­ir að Mandi á Ing­ólf­s­torgi hafi opnað fyrr í dag og að Mandi í Faxa­feni muni opna á næstu vik­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka