Enn dregið úr vægi námsárangurs

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Karítas

Ný kvóta­kerfi sem mennta- og barna­málaráðherra hef­ur boðað eru hluti af blekk­ing­ar­leik um að á Íslandi sé allt í himna­lagi þegar kem­ur að mennt­un barna.

Kvóta­kerf­in munu draga úr vægi náms­ár­ang­urs í stað þess að leiðrétta órétt­lætið sem felst nú í því hvernig nem­end­ur eru metn­ir inn í fram­halds­skóla.

Þetta kem­ur fram í tísti Snorra Más­son­ar, þing­manns Miðflokks­ins, þar sem hann ger­ir nýtt frum­varp mennta- og barna­málaráðherra að um­tals­efni.

Frum­varp­inu er ætlað að auka heim­ild­ir fram­halds­skóla að taka inn nem­end­ur á öðrum grund­velli en náms­ár­angri.

Geta fram­halds­skól­ar þannig einnig haft breyt­ur á borð við kyn og fötl­un til hliðsjón­ar þegar nem­end­ur eru vald­ir í skól­ana. Er yf­ir­lýst mark­mið að auka fjöl­breytni í nem­enda­hópn­um. 

Órétt­lætið leiðrétt með sér­stöku frum­varpi

Snorri seg­ir ís­lenska fram­halds­skóla lengi hafa staðið frammi fyr­ir því að geta ekki al­menni­lega reitt sig á ósam­ræmd­ar loka­ein­kunn­ir úr grunn­skól­um við inn­rit­un nem­enda.

„[S]ums staðar fær fólk al­mennt hærri ein­kunn­ir og sums staðar lægri. Þetta veld­ur því að grunn­skóla­nem­ar sitja ekki all­ir við sama borð í hinni hörðu sam­keppni sem rík­ir um eft­ir­sótt­ustu skól­ana.“

Hann bend­ir á að í stað þess að inn­leiða traust­ari aðferðir við að meta ár­ang­ur nem­enda við lok grunn­skóla kjósi stjórn­völd að fara þá leið að líta til sjón­ar­miða sem kalla ekki fram sann­gjarn­ara mat á ár­angri nem­enda.

„Í staðinn hafa stjórn­ar­liðar boðað að órétt­lætið skuli í staðinn leiðrétt með sér­stöku nýju frum­varpi um fram­halds­skóla.“

Snorri tel­ur efni frum­varps­ins von­brigði.

Lög­festa mis­mun­un

„Þetta er gert „í ljósi auk­inn­ar umræðu um inn­gild­ingu í skóla­starfi“ og vænt­an­lega í víðari skiln­ingi í nafni fé­lags­legs rétt­læt­is,“ rit­ar Snorri.

„Að mínu mati fæl­ist þó raun­veru­legt rétt­læti í því að hver og einn nem­andi í ís­lensku skóla­kerfi gæti treyst því að hann verði met­inn að verðleik­um – óháð ytri þátt­um. Það er ekki hugs­un­in hér, held­ur virðist ein­mitt eiga að lög­festa mis­mun­un eft­ir þess­um ytri þátt­um. Sem bet­ur fer hef­ur slík aðferð hljóm­fagra yf­ir­skrift: Já­kvæð mis­mun­un.“

Í stað þessa nýja kerf­is kall­ar Snorri eft­ir því að stjórn­völd tryggi það að skóla­kerfið geti ráðist að rót vand­ans í ólík­um hóp­um á fyrri stig­um.

„Ný og ný kvóta­kerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu held­ur hluti af blekk­ing­ar­leik um að hér sé allt í himna­lagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert