Grunur um ólöglegt samráð við stofnun Virðingar

Eva segir erindi hafa borist frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og …
Eva segir erindi hafa borist frá Alþýðusambandi Íslands, Eflingu og Starfsgreinasambandinu 14. mars vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækja í SVEIT. mbl.is/Eggert/Ásdís

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur til rann­sókn­ar hvort fyr­ir­tæki inn­an Sam­taka fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði (SVEIT) hafi viðhaft ólög­legt sam­ráð við stofn­un stétt­ar­fé­lags­ins Virðing­ar.

Meinta sam­ráðið get­ur varðað bæði 10. og 12. gr. sam­keppn­islaga en al­var­leg brot varða sekt­ar­greiðslum eða fang­elsi.

Þetta staðfest­ir Eva Ómars­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá SKE.

Segja Virðingu vera skúffu­fé­lag

Eva seg­ir er­indi hafa borist frá Alþýðusam­bandi Íslands, Efl­ingu og Starfs­greina­sam­band­inu 14. mars vegna meints ólög­mæts sam­ráðs fyr­ir­tækja í SVEIT.

Í er­ind­inu kom fram að Virðing væri ekki raun­veru­legt stétt­ar­fé­lag held­ur skúffu­fé­lag stofnað af hópi at­vinnu­rek­enda í þeim til­gangi að lækka laun starfs­fólks.

SKE hef­ur nú, eins og fyrr seg­ir, hafið rann­sókn á þessu meinta sam­ráði. Hef­ur eft­ir­litið sent bréf til Aðal­geirs Ásvalds­son­ar fram­kvæmda­stjóra vegna SVEIT, Valdi­mars Leós Friðriks­son­ar fram­kvæmda­stjóra vegna Virðing­ar, Hrefnu Rós­ar Sætr­an og Björns Árna­son­ar vegna Skúla Craft Bar og Magnús­ar Scheving og Hrefnu Sverr­is­dótt­ur vegna ROK Restaurant. Þess má geta að Hrefna Sverr­is­dótt­ir er

31. mars sendi SKE upp­lýs­inga­beiðni á þá aðila sem eiga hlut að máli og hafa þeir til 16. apríl til að bregðast við.

Inn­byrðis sam­ráð óheim­ilt

„Al­mennt leiðar­stef sam­keppn­islaga er að hvers kyns inn­byrðis sam­ráð fyr­ir­tækja sé óheim­ilt nema það sé sér­stak­lega heim­ilað í til­greind­um und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. SKE árétt­ar í er­indi sínu að í 2. gr. sam­keppn­islaga sé vissu­lega kveðið á um und­anþágu fyr­ir sam­ráð fyr­ir­tækja vegna kjara­samn­inga,“ seg­ir í til­kynn­ingu Efl­ing­ar um rann­sókn­ina.

„Hins veg­ar er tekið fram að fyr­ir utan „raun­veru­lega kjara­samn­inga“ eigi all­ar kvaðir sam­keppn­is­reglna fylli­lega við. Áréttað er að sam­ráð fyr­ir­tækja sem er til þess fallið að rýra kjör starfs­fólks, án þess að vera raun­veru­leg kjara­samn­ings­gerð, geti þannig falið í sér brot á sam­keppn­is­lög­um,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Vilja tölvu­pósta og minn­is­blöð

Efl­ing seg­ir að SKE óski eft­ir gögn­um sem varða stofn­un Virðing­ar og kjara­samn­ing­inn sem SVEIT gerði við fé­lagið, sem og öll sam­skipti milli þeirra er varða hann.

„Farið er yfir í sex liðum hvaða gögn geti verið um að ræða, og er þar m.a. rætt um tölvu­pósta, önn­ur ra­f­ræn sam­skipta­gögn, fund­ar­gerðir og minn­is­blöð.

Beðið er um að gögn úr fór­um starfs­manna og stjórn­ar­manna séu kölluð fram og af­hent. Áréttað er að ekki aðeins sé átt við tölvu­pósta af lén­um um­ræddra fé­laga held­ur einnig tölvu­pósta til þess­ara aðila frá öðrum net­föng­um, póst­for­rit­um eða sam­fé­lags­miðlum.

Er þess nán­ar til­tekið óskað að viðkom­andi sam­skipti verði kölluð fram með ra­f­rænni leit og að viðkom­andi leit verði fram­kvæmd, henni lýst og hún staðfest af kerf­is­stjóra eða eft­ir at­vik­um af sjálf­stæðum þjón­ustuaðila,“ seg­ir í til­kynn­ingu Efl­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka