Hrun í komum breskra ferðamanna til Íslands

Samdráttur blasir við í ferðaþjónustu og Bretar fara annað.
Samdráttur blasir við í ferðaþjónustu og Bretar fara annað. mbl.is//Eyþór

Hrun hef­ur orðið í kom­um Breta til lands­ins. Í fe­brú­ar sl. komu ríf­lega 41 þúsund manns frá Bretlandi en í mars var fjöld­inn kom­inn niður í um 18.500, sem er um 55% fækk­un.

Fækk­un­in nem­ur 47% miðað við mars 2024. Ef tekn­ir eru fyrstu þrír mánuðir árs­ins og born­ir sam­an við sömu mánuði í fyrra hef­ur Bret­um fækkað um 30%. Á sama tíma hef­ur heild­ar­kom­um ferðamanna til lands­ins fækkað um tæp 9%.

Hall­grím­ur Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Snæ­land Gríms­son ferðaskrif­stofu, seg­ist hafa horft upp á þessa þróun síðan Íslands­stofa hætti með neyt­enda­markaðssetn­ingu á sam­fé­lags­miðlum árið 2022.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert