Icelandair byrjað að fljúga til Nashville

Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, og Tómas Ingason, …
Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, og Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, klipptu á borða í Nashville með fulltrúum flugvallarins, borgar- og fylkisyfirvalda í Nashville og Tennessee að viðstöddum fjölda farþega. Ljósmynd/Aðsend

Icelanda­ir hóf í gær flug til Nashville í Tenn­essee í Banda­ríkj­un­um. Nashville er átjándi áfangastaður fé­lags­ins í Banda­ríkj­un­um en þangað verður flogið fjór­um sinn­um í viku til októ­ber­loka.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir.

Sam­starf við Sout­hwest Air­lines út­víkkað

Seg­ir þar enn frem­ur að í tengsl­um við nýju flug­leiðina hafi sam­starf við banda­ríska flug­fé­lagið Sout­hwest Air­lines verið út­víkkað og verður nú hægt að bóka tengiflug með Icelanda­ir og Sout­hwest í gegn­um Nashville- og Den­ver-flug­velli auk Baltimore-flug­vall­ar.

Kem­ur fram að Sout­hwest reki um­fangs­mestu áætl­un allra flug­fé­laga á flug­vell­in­um í Nashville og fljúgi til um 90 áfangastaða í Norður-Am­er­íku. Þannig muni aukið sam­starf opna þægi­leg­ar teng­ing­ar frá Nashville áfram til fjölda áfangastaða í Norður-Am­er­íku.

Flogið verður til Nashville fjórum sinnum í viku til októberloka.
Flogið verður til Nashville fjór­um sinn­um í viku til októ­ber­loka. Ljós­mynd/​Aðsend

Fimm vik­um á und­an áætl­un

„Það er mjög ánægju­legt að bæta Nashville við okk­ar öfl­uga leiðakerfi og við erum sér­stak­lega ánægð með þær góðu viðtök­ur sem við höf­um fengið frá viðskipta­vin­um hér á landi og beggja vegna Atlants­hafs­ins. Svo góðar voru viðtök­urn­ar að við tók­um ákvörðun um að hefja flugið fimm vik­um fyrr en upp­haf­lega var áætlað,“ er haft eft­ir Tóm­asi Inga­syni, fram­kvæmda­stjóra tekju-, þjón­ustu- og markaðssviðs Icelanda­ir.

Nashville-flugvöllur gaf Icelandair sérmerktan Gibson gítar til að minnast flugleiðarinnar.
Nashville-flug­völl­ur gaf Icelanda­ir sér­merkt­an Gi­b­son gít­ar til að minn­ast flug­leiðar­inn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Borg­in fræg fyr­ir tónlist, menn­ingu og mat­ar­gerð

„Nashville er spenn­andi nýr áfangastaður og er borg­in fræg fyr­ir tónlist, menn­ingu og mat­ar­gerð. Hún er oft nefnd tón­list­ar­borg­in, enda er hún höfuðborg kántrí­tón­list­ar en hún er ekki síður fræg fyr­ir popp, rokk, gospel og jass­tónlist. Í RCA Studio B, sem nefnt hef­ur verið heim­ili þúsund smella, er til að mynda hægt að sjá hvar El­vis Presley, Dolly Part­on, Roy Or­bi­son, Ever­ly-bræður og marg­ir fleiri tóku upp sum sinna fræg­ustu laga,“ seg­ir í til­kynn­ingu Icelanda­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert