Katrín formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar

Katrín var sú eina sem bauð sig fram og var …
Katrín var sú eina sem bauð sig fram og var því sjálfkjörin. Snýr hún því aftur í stjórn flokksins, en hún var varaformaður Samfylkingarinnar á árunum 2013 til 2016. Mynd úr safni

Katrín Júlí­us­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður, ráðherra og vara­formaður flokks­ins, er nýr formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Katrín var sú eina sem bauð sig fram og var því sjálf­kjör­in. Snýr hún því aft­ur í stjórn flokks­ins, en hún var vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á ár­un­um 2013 til 2016.

Guðný Birna er nýr rit­ari Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Guðný Birna Guðmunds­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­nes­bæ, er nýr rit­ari flokks­ins. Hún var kjör­in á lands­fundi flokks­ins í Grafar­vogi í dag.

Guðný Birna hlaut nán­ar til tekið 76,47 pró­sent at­kvæða í kjör­inu, en Gylfi Þór Gísla­son, formaður verka­lýðsmá­laráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hlaut 21,67 pró­sent at­kvæða. 1,86 pró­sent greiddra at­kvæða voru auð.

Ný for­ysta Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

  • Formaður: Kristrún Frosta­dótt­ir
  • Vara­formaður: Guðmund­ur Árni Stef­áns­son
  • Rit­ari: Guðný Birna Guðmunds­dótt­ir
  • Formaður fram­kvæmda­stjórn­ar: Katrín Júlí­us­dótt­ir
  • Gjald­keri: Jón Grét­ar Þóris­son
  • Þing­flokks­formaður: Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son
  • Formaður sveit­ar­stjórn­ar­ráðs: Árni Rún­ar Þor­valds­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert