Kostur og löstur á ýmsum samferðamönnum

mbl.is/samsett mynd

Ævi­saga Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, vakti mikla at­hygli þegar hún kom út síðastliðið haust. Það er ekki síst fyr­ir þá dóma sem hann fell­ir um samtíðar­menn sem bók­in er áhuga­verð.

Bók­in er sú fyrsta sem tek­in er fyr­ir á vett­vangi Bóka­klúbbs Spurs­mála sem hef­ur göngu sína nú í apr­íl­mánuði.

Sjald­an stór­ir dóm­ar

Geir hef­ur alla tíð verið þekkt­ur fyr­ir prúðmennsku og gíf­ur­yrði hafa ekki verið sér­grein hans á hinu póli­tíska sviði. Það er ekki síst þess vegna sem fyr­nefnd­ir dóm­ar um menn og mál­efni vekja sér­staka at­hygli.

Oft þarf að lesa nokkuð milli lín­anna þegar kem­ur að þess­um þætti í frá­sögn Geirs en það ger­ir hana ekki síður skemmti­lega. Síðar í mánuðinum verður í sér­stakri grein fjallað um þetta atriði og mynd dreg­in upp af gagn­rýni, beinni og óbeinni, sem hann held­ur fram í frá­sögn sinni.

Ævisaga Geir H. Haarde kom út fyrir síðustu jöl og …
Ævi­saga Geir H. Haar­de kom út fyr­ir síðustu jöl og vakti mikla at­hygli.

Lýs­ing­ar á per­sónu­leg­um sam­skipt­um

Í öðrum til­vik­um er Geir nokkuð ber­sög­ull þegar kem­ur að mati á mönn­um og mál­efn­um. Það á til dæm­is við í til­viki Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar sem sat í rík­is­stjórn Geirs sem var við völd frá 2007-2009.

 Fyrst þegar Geir vík­ur orði að Össur í bók sinni seg­ir hann:

„Össur Skarp­héðins­son varð þing­flokks­formaður Alþýðuflokks­ins 1991, þá ný­kjör­inn þingmaður, og var það upp­hafið að okk­ar sam­starfi. Hann hafði verið tveim­ur árum á eft­ir mér í MR en við þekkt­umst ekki á þeim tíma. Ég komst fljótt að því að Össur var ólík­indatól og gat verið viðskotaill­ur og erfiður í skapi.“

Síðar í bók­inni lýs­ir Geir sam­skipt­um sín­um við Össur og eru þær lýs­ing­ar marg­ar hverj­ar nokkuð mergjaðar.

Geir tek­ur spjallið

Ekki er loku fyr­ir það skotið að þessi mál og önn­ur verði til umræðu þegar Geir sest niður á vett­vangi Bóka­klúbbs Spurs­mála og ræðir ævi­sög­una og þann lær­dóm sem draga má af viðburðaríku lífs­hlaupi hans. Klúbb­fé­lag­ar munu fá nán­ari tíðindi af þeim viðburði þegar nær dreg­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert