Kvikmyndaskólanemum boðið að klára í Tækniskólanum

Kvikmyndaskólanemum verður boðið að klára í Tækniskólanum
Kvikmyndaskólanemum verður boðið að klára í Tækniskólanum Samsett mynd/Aðsendar

Mennta- og barna­málaráðuneytið hef­ur farið þess á leit við Tækni­skól­ann að nem­end­ur Kvik­mynda­skóla Íslands fái boð um að inn­rit­ast í skól­ann og ljúka námi sínu frá Tækni­skól­an­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

Nem­end­ur yrðu hluti af Tækniaka­demíu skól­ans, þar sem nám á fjórða hæfniþrepi fer fram en þar eru fyr­ir náms­braut­irn­ar sta­f­ræn hönn­un og vefþróun auk iðnmeist­ara­náms.

Kvik­mynda­skóli Íslands hef­ur verið rek­inn með halla lengi og til­kynnti skól­inn um gjaldþrotameðferð í lok mars­mánaðar.

Mark­miðið að mennta nem­end­ur til braut­skrán­ing­ar

Mennta- og barna­málaráðuneytið hef­ur leitað leiða til að bjóða áfram upp á nám í kvik­mynda­gerð, en Kvik­mynda­skóli Íslands var með eft­ir­tald­ar braut­ir í boði; Leik­stjórn og fram­leiðsla, Skap­andi tækni, Hand­rit og leik­stjórn og Leik­list. All­ar náms­braut­ir voru á fjórða hæfniþrepi.

Þeir nem­end­ur sem þiggja boð um áfram­hald­andi nám í Tækni­skól­an­um munu njóta stuðnings náms- og starfs­ráðgjafa og stjórn­enda skól­ans við yf­ir­færsl­una og öll stoðþjón­usta skól­ans stend­ur nem­end­um til boða, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Með aðgerðunum er verið að koma til móts við þá nem­end­ur sem ella hefðu ekki kost á að ljúka námi sínu frá Kvik­mynda­skóla Íslands með það að mark­miði að mennta þau til braut­skrán­ing­ar í sínu fagi.

Þróa nýja náms­braut í kvik­mynda­gerð

Fram­kvæmd og skipu­lag yf­ir­færsl­unn­ar verður unn­in í nánu sam­ráði við mennta- og barna­málaráðuneytið og aðra hlutaðeig­andi og mun Tækni­skól­inn bjóða nem­end­um á upp­lýs­inga­fund eft­ir helgi, sem seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Það er mat stjórn­enda Tækni­skól­ans að kjarn­a­starf­semi skól­ans og þekk­ing starfs­fólks geri þessa yf­ir­færslu mögu­lega. Þá er fjöl­breyti­leiki náms í Tækni­skól­an­um mik­ill kost­ur fyr­ir jafn skap­andi nám og um ræðir. Sam­legðaráhrif ólíkra brauta og fjöl­breytt náms­fram­boð skól­ans get­ur opnað fjöl­mörg tæki­færi fyr­ir bæði nem­end­ur og fagið.

Sam­hliða of­an­greind­um aðgerðum hefst vinna við gerð nýrr­ar náms­braut­ar í kvik­mynda­gerð hjá Tækni­skól­an­um. Náms­braut­in verður hluti af Tækniaka­demí­unni með náms­lok­um á 4. hæfniþrepi.

Náms­skipu­lag á nýrri braut verður byggt á kvik­mynda­tækni, verk­efna­stjórn, fram­leiðslu og hand­rits­gerð. Auk­in­held­ur verður leitað til fyr­ir­tækja í at­vinnu­líf­inu um sam­starf, m.t.t. tækja­búnaðar og vinnustaðanáms.

Til­gang­ur­inn er að mennta á fram­halds­skóla­stigi fag­fólk í ört vax­andi kvik­myndaiðnaði á Íslandi, sem seg­ir í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert