Kynna Íslenskubrú í Breiðholtsskóla

Erindi verður haldið um verkefnið Íslenskubrú Breiðholts, kennsluvefur verður opnaður …
Erindi verður haldið um verkefnið Íslenskubrú Breiðholts, kennsluvefur verður opnaður og kennarar úr hverfinu halda málstofur um nám og kennslu í íslensku sem öðru máli. mbl.is/Karítas

Kenn­ar­ar og stjórn­end­ur í grunn­skól­um í Breiðholti blása til nám­stefnu þann 29. apríl sem kall­ast Íslensku­brú: mót­un og miðlun ís­lensku sem ann­ars máls. Verður hún hald­in í Breiðholts­skóla á milli klukk­an 15 og 17.30.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Grunn­skól­ar í Breiðholti hlutu styrk á síðasta ári frá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu fyr­ir verk­efnið Íslensku­brú Breiðholts en mark­mið þess er að búa til verk­efni, leiðbein­ing­ar, áætlan­ir, náms­mat og fleira til að kenn­ar­ar hafi fleiri verk­færi og tól til þess að kenna ís­lensku sem annað tungu­mál.

Nú er verk­efnið að klár­ast og er þá blásið til nám­stefn­unn­ar svo­kölluðu.

Þar verður m.a. heimasíða opnuð þar sem all­ar afurðir verk­efn­is­ins verða lands­mönn­um aðgengi­leg­ar.

„Þessi nám­stefna hent­ar kennsluráðgjöf­um og verk­efna­stjór­um í ÍSAT sér­stak­lega vel sem og kenn­ur­um sem kenna ís­lensku sem annað mál. Mál­stof­ur eru í hönd­um kenn­ara sem kenna ís­lensku sem annað mál í Breiðholti og koma þeir úr öll­um grunn­skól­um hverf­is­ins. Í mál­stof­un­um munu kenn­ar­ar kynna og sýna frá kennslu ís­lensku sem ann­ars máls, allt frá hug­mynd­um að verk­efn­um, til skipu­lags kennslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert