Löggan ætlaði að reyna að stoppa sýningar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Mar­grét Erla Maack er brautryðjandi í því sem kall­ast burlesque. Ekki er til ís­lenskt orð yfir list­formið sem er lítið, stutt grín­atriði sem bland­ar sam­an kynþokka, gríni og oft ádeilu. 2007 höguðu ör­lög­in því svo að Mar­grét dvaldi í New York í þrjá mánuði og kynnt­ist þar burlesque. Þau kynni urðu svo til þess að hún setti upp slík­ar sýn­ing­ar hér.

    Í viðtali í Dag­mál­um seg­ir hún að það hafi vissu­lega verið stórt skref að setja upp burlesque hér á landi, enda eru nekt­ar­sýn­ing­ar bannaðar á Íslandi og burlesque má lýsa sem nekt­ar­sýn­ingu.

    „Í upp­hafi þurfti ég að af­tengja þetta nekt­inni út af laga­legu hliðinni. En núna erum við kom­in bara aðeins lengra og það hjálp­ar okk­ur líka auðvitað að sýn­ing­arn­ar mín­ar eru í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um.

    Það gerðist samt í haust að lögg­an ætlaði að reyna að stoppa sams kon­ar sýn­ing­ar á Kiki. Það kvartaði víst ein­hver viðkvæm­ur og ég held að það hafi nú haft eitt­hvað að segja, það var á hinseg­in stað. En þær sýn­ing­ar voru ekk­ert mikið öðru­vísi held­ur en það sem ég gerði á árs­hátíð lög­regl­unn­ar fyr­ir ekk­ert allt of löngu síðan.

    Burlesque er svo lík­am­legt, það er nekt í alls kon­ar sam­hengi. Auðvitað í ein­hverju kyn­ferðis­legu sam­hengi en fyrst og fremst sem ein­hvers­kon­ar grín eða paródía. Og kannski af­bygg­ing af heil­ag­leika nekt­ar­inn­ar. Við segj­um í kynn­ing­ar­efni hvers kon­ar sýn­ing þetta er, bara til þess að fólk sem veit að það fíl­ar þetta ekki komi ekki. Við vilj­um ekki troða ein­hverju upp á fólk sem það hef­ur eng­an áhuga á, en kalla til fólks sem hef­ur gam­an af því.“

    Fyr­ir­sögn frétt­ar­inn­ar hef­ur verið breytt.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert