Persónuvernd hefur borist kvörtun frá tengdamömmunni

Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- …
Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, hefur óskað formlega eftir úrskurði Persónuverndar um meintan leka tengdum erindi hennar til forsætisráðherra. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Eyþór

Per­sónu­vernd hef­ur borist form­leg kvört­un frá fyrr­ver­andi tengda­móður barns­föður Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, vegna meðferðar per­sónu­upp­lýs­inga sinna í Stjórn­ar­ráði Íslands.

Þetta staðfest­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, í sam­tali við mbl.is.

Stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is hef­ur stofnað frum­kvæðismál vegna meints leka úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu varðandi er­indi tengda­móður­inn­ar fyrr­ver­andi, Ólaf­ar Björns­dótt­ur, til for­sæt­is­ráðherra sem varðaði mál­efni Ásthild­ar Lóu.

Í for­gang í þágu vinnufriðar

Helga Þóris­dótt­ir seg­ir að stofn­un­in muni gera hvað hún geti til að af­greiða er­indið hratt.

„Þetta kom bara inn í gær og pásk­ar eru að bresta á,“ seg­ir Helga og bæt­ir því við að hugs­an­lega þurfi að kalla eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um, sem muni þá lengja málsmeðferðina eitt­hvað.

Helga seg­ir þann hátt vana­lega vera á þegar mál koma inn til Per­sónu­vernd­ar að þau fari í ákveðinn far­veg og það sé þeirra að meta mik­il­vægi þeirra.

„Þegar maður fær mál sem varða mikla hags­muni í sam­fé­lag­inu og eru mikið í umræðunni þá veld­ur það gríðarlegu álagi á starf­sem­ina ef við erum að hanga á slík­um mál­um.

Þannig að við reyn­um að koma þeim aðeins í for­gang til að hafa vinnufrið,“ seg­ir hún og vís­ar þar til margra fyr­ir­spurna sem ber­ast stofn­un­inni vegna mál­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert