Reynsluleysið veikir ríkisstjórnina

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ekki er að sjá af þing­störf­un­um til þess að stjórn­ar­liðið sé til í þær næt­ur­set­ur og þing­störf fram á sum­ar, sem kann að þurfa til þess að af­greiða helstu þing­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar, segja viðmæl­end­ur Dag­mála um póli­tík­ina fram und­an.

    Þeir Stefán Páls­son sagn­fræðing­ur og Gísli Freyr Val­dórs­son hlaðvarps­stjóri Dag­mála telja að þar muni reyna á það hve þingreynd­ir og vígreif­ir þing­menn­irn­ir séu. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar búi yfir mik­illi reynslu, en stjórn­ar­liðið hafi til þessa verið viðkvæmt fyr­ir minnstu töf­um, sem truflað gætu kvöld­mat­inn hjá því.

    Það sem af er þingi hef­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um hins veg­ar ekki gengið vel að þoka sín­um stóru mál­um áfram.

    Þetta er meðal þess, sem fram kem­ur í Dag­mál­um í dag, þar sem þeir Stefán og Gísli Freyr ræða um póli­tík­ina, sem nú er að fara í páskafrí. Dag­mál eru opin öll­um áskrif­end­um, en horfa má á hann í heild sinni með því að smella hér.

    Dag­ur iðju­laus á kant­in­um

    Gísli Freyr tel­ur að Kristrún Frosta­dótt­ir hafi valið sér viður­eign­ir í þing­inu af kost­gæfni og gengið ágæt­lega við það. Hins veg­ar virðist stjórn­ar­liðið skorta þá skylm­inga­meist­ara og slags­mála­hunda, sem þurfi til þess að halda stjórn­ar­and­stöðunni í skefj­um.

    „Sig­ur­jón Þórðar­son get­ur ekki verið einu slags­mála­hund­ur­inn,“ seg­ir Gísli, en Stefán tek­ur und­ir það og bend­ir á að hann sé frek­ar stefnu­laus í sín­um snerr­um.

    Hins veg­ar bend­ir Stefán á að stjórn­ar­liðið eigi Dag B. Eggerts­son óþreytt­an á hliðarlín­unni, en svo virðist sem for­sæt­is­ráðherra vilji ekki leyfa hon­um að láta ljós sitt skína.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert