Skemmtilegur spuni stjórnarliða

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Spuna­meist­ar­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru öðrum dug­legri við að spinna hinn póli­tíska söguþráð dags­ins, en þar að baki býr mjög mis­mikið efni. Ekki er þó að sjá að það komi niður á fylgi flokks­ins, benda viðmæl­end­ur Dag­mála á í umræðu um stjórn­málaviðhorfið.

    Stefán Páls­son sagn­fræðing­ur tel­ur að stjórn­ar­liðið hafi gengið býsna langt í að bás­úna verk sín og vinnu­semi, þar séu upp­tal­in frá­geng­in mál við það eitt að þau rati inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Þá sé hins veg­ar allt hið þing­lega ferli eft­ir.

    Hins veg­ar skipu­leggi Sam­fylk­ing­in lið sitt vel, þannig að reglu­lega spretti fram harðsnú­in sveit á fé­lags­miðlum, sem öll virðist hafa fengið sömu hug­mynd um að dá­sama þessa þing­ræðu eða hin áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

    Veiðigjalda­frum­varpið krís­u­stjórn­un

    Gísli Freyr Val­dórs­son, hlaðvarps­stjóri Þjóðmála, tek­ur und­ir þetta og hrós­ar Sam­fylk­ing­unni fyr­ir frum­kvæðið. Hon­um finnst stjórn­ar­liðið þó full­bratt í að hreykja sér af ófrá­gengn­um mál­um og nefn­ir fjölg­un lög­regluþjóna sem dæmi. Eng­inn efi að það séu skyn­sam­leg áform, en þau taki hins veg­ar lang­an tíma í fram­kvæmd.

    Annað dæmi séu frum­varps­drög um veiðigjöld, sem all­ir viti að séu ekki til­bú­in og hafi bein­lín­is verið ýtt úr vör nær fyr­ir­vara­laust til þess að drepa á dreif erfiðri umræðu um af­sögn fyrsta ráðherra stjórn­ar­inn­ar. Það hafi verið „krís­u­stjórn­un“ frek­ar en nokkuð annað.

    Þetta er meðal þess, sem fram kem­ur í þætti Dag­mála í dag, þar sem þeir fé­lag­ar ræða stjórn­mála­ástandið, hvernig rík­is­stjórn­inni hafi gengið á fyrsta árs­fjórðungi sín­um við völd og hvernig mála­fylgja henn­ar hafi koðnað niður í aðdrag­anda páskafrís. Dag­mál eru opin öll­um áskrif­end­um, en þátt­inn all­an má horfa á með því að smella hér.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert